Að skilja streituna – fyrirlestur

Að skilja streituna
Kristín Sigurðardóttir

Ef þú hélst að þú vissir allt um streitu þá mun þessi fyrirlestur sanna hið gagnstæða! Markmið Kristínar er að dýpka skilning fólks á því hvernig streita virkar á líkama okkar og huga. Hún skoðar áhrif streitu á vöðva, blóð, hormóna, frjósemi, meltingu, bólgur o.fl. Hún hjálpar okkur að skilja og skynja hvenær við erum í streituástandi og þekkja viðvörunarmerki líkamans.