Aldrei aftur kálsúpa! – Fyrirlestur

Aldrei aftur kálsúpa!
Linda Pétursdóttir

Linda hefur lifað og hrærst í fegurðar- og heilsubransanum frá unga aldri og deilir í þessum persónulega fyrirlestri hvernig hún náði tökum á heilsunni, hætti að elta megrunarkúra og tók málin í sínar hendur. Reynslunni ríkari lýsir hún byltingarkenndri aðferðafræði sem hún kennir konum í dag sem hjálpar þeim að komast út úr vítahring megrunarkúra, losna við aukakílóin, öðlast betri heilsu og aukna vellíðan.