Mæðgurnar
Solla Eiriks og Hildur dóttir hennar halda úti glæsilegu nýju bloggi sem kallast Mæðgurnar. Þær hafa báðar brennandi áhuga á grænmeti og matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. Þær eiga það einnig sameiginlegt að hafa frá unga aldri haft áhuga á listum og lögðu báðar stund á listnám; sú eldri lærði myndlist, textíl og hannyrðir, sú yngri tónlist. Saman finnst þeim þær hafa fundið sköpunargleðinni og hugsjónum sínum góðan farveg í eldhúsinu.