María Dalberg
María er jógakennari hjá Sólum, jóga og heilsusetri. Hún er einnig útskrifuð leikkona frá leiklistarskólanum, Drama Centre London, í Lundúnum. Hún útskrifaðist sem jógakennari í apríl 2013 hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Yoga Shala Reykjavík. Síðan lá leið hennar til New York þar sem hún var í læri hjá Eddie Stern í Ashtanga skólanum hans, The Broom Street Temple. Hún kenndi bæði Ashtanga og Vinyasa jóga í Yoga Shala frá 2013 – 2015 en hóf svo störf hjá Sólum, jóga og heilsusetri á Fiskislóð, Granda í apríl 2015.