Betri loftgæði – Betri heilsa

Betri loftgæði – Betri heilsa
Fyrirlesari: Sólveig Halldórsdóttir

Veturinn 2020 héldum við fyrirlestraveisluna LIFUM BETUR þar sem fram fóru 20 fjölbreyttir fyrirlestrar um heilsu og umhverfismál með það að markmiði að bæta umhverfið, andlega líðan og líkamlega heilsu. Í stuttu máli, hvernig við LIFUM BETUR!

Viðbrögðin voru vægast sagt frábær og við hlökkum mikið til að halda aðra fyrirlestraveislu í október 2021.

Sólveig Halldórsdóttir hjá Umhverfisstofnun hélt fyrirlesturinn “Betri loftgæði – betri heilsa” en talið er að árlega megi rekja 60 ótímabær dauðsföll á Íslandi til loftmengunar.

 Í þessum fyrirlestri útskýrir Sólveig hvaðan mengunin kemur, hvers vegna það er mikilvægt að draga úr loftmengunarefnum og hvernig við getum saman unnið að betri loftgæðum. Bæði útfrá umhverfissjónarmiðum og ekki síst til að stuðla að heilbrigðara umhverfi fyrir okkur sem búum í borgum og bæjum.

Skráðu þig á póstlistann okkar og þú færð aðgang að fyrirlestrinum endurgjaldslaust.