DAGATAL

Dagatal 2022

Dagatalið gefur góða yfirsýn yfir allt árið með helstu frídögum, tunglstöðu, og náttúrutengdum viðburðum. Á það er hægt að merkja inn afmæli, ferðalög, viðburði og annað sem vert er að muna – hvort sem það á við um fjölskylduna eða vinnuna. Dagatalið er sent samanbrotið.

Elísabet Brynhildardóttir listamaður myndskreytir. Prentað á gæðapappír í umhverfisvottaðri prentsmiðju Prentmet Odda . Sendingakostnaður er innifalinn og tekur um 2-4 virka daga að fá það frá pöntun.

Dagatal 2022

Sent samanbrotið
2.900.-
  • 40 cm x 50 cm
  • Sent samanbrotið
  • Sendingarkostnaður innifalinn

Risadagatal 2022

1oo cm x 125 cm
9.900.-
  • 100 cm x 125 cm
  • Heimsending
  • Sendingarkostnaður innifalinn
Sérpöntun

RISADAGATALIÐ VEITIR FULLKOMMNA YFIRSÝN FYRIR ALLA Á VINNUSTAÐNUM EÐA HEIMILINU
Afmælisdagar, vinnuferðir og árshátíðir, verkefnaskil,
frídagar starfsmanna o.fl.

TVÆR STÆRÐIR:
40 cm H x 50 cm B. : Minni útgáfan er tilvalin til nota heima eða á skrifstofunni.
100 cm H x 125 cm B.: Stærri útgáfan er tilvalin til þess að hafa uppi á kaffistofunni eða þar sem það er aðgengilegt.

„Við fjölskyldan notum dagatalið til að setja okkur markmið fyrir árið. Við hengjum dagatalið upp á áberandi stað svo við getum bætt inn á það eftir þörfum. Í hverjum mánuði tökum við 30 daga áskorun þar sem við veljum okkur eithvað eitt í lífi okkar sem við viljum breyta til hins betra, t.d. hugleiða í 30 daga, drekka meira vatn eða eins og dóttir mín setti sér í janúar að taka með nesti á hverjum degi í skólann. Þegar markmiði dagsins er náð setjum við X við þann dag. Þetta er ótrúlega skemmtileg og auðveld leið til að sameina fjölskylduna og peppa hvert annað í að ná settum markmiðum.

,,Ég byrjaði að nota dagatalið 2019 og nú er það ómissandi hluti af skrifborðinu mínu og ég beið með óþreyju eftir að fá 2020 dagatalið á borðið mitt. Það er ekki oft sem það tekst vel að gera svona praktískan hlut aðlaðandi. Ég nota það bæði til að hafa yfirsýn yfir verkefni og til að skrifa inn grófustu dagskránna sem er rosalega gott til að gefa manni heildarmyndina af árinu".