DAGATAL

Dagatal 2020, Í boði náttúrunnar, er myndskreytt af listakonunni Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur. Takmarkað upplag.

ÁSKRIFTARTILBOÐ: Þú færð dagatalið með 20% afslætti ef þú ert áskrifandi. (Engin binding og aðeins 3-4 blöð á ári). SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT HÉR og fáðu einstakan innblástur beint í póstkassann!
————————–
Dagatalið gefur góða yfirsýn yfir allt árið með helstu frídögum, tunglstöðu, og náttúrutengdum viðburðum. Á það er hægt að merkja inn afmæli, ferðalög, viðburði og annað sem vert er að muna – hvort sem það á við um fjölskylduna eða vinnuna. Dagatalið er sent samanbrotið.

Helga Páley listamaður myndskreytir. Prentað á gæðapappír í umhverfisvottaðri prentsmiðju á Íslandi. Aðeins til sölu á ibn.is. Sendingakostnaður er innifalinn og tekur um 2-4 virka daga að fá það frá pöntun.


DAGATAL (40 cm x 50 cm) = 2.900 kr.
(Áskriftartilboð: Blað 1.970 og dagatal á 2.350 kr) ——-SKRÁ HÉR

SÉRPRENTAРRISADAGATAL
(1m h x 1,25 m br.) =  9.900 kr.
————————————————

DAGATAL O.FL.

Vinsamlegast fyllið út beiðnina og sendið inn!
  • Ef þú vilt fleiri en eitt þá þarf að taka það fram í athugasemdum.
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Hvernig notar þú dagatalið?

„Við fjölskyldan notum dagatalið til að setja okkur markmið fyrir árið. Við hengjum dagatalið upp á áberandi stað svo við getum bætt inn á það eftir þörfum. Í hverjum mánuði tökum við 30 daga áskorun þar sem við veljum okkur eithvað eitt í lífi okkar sem við viljum breyta til hins betra, t.d. hugleiða í 30 daga, drekka meira vatn eða eins og dóttir mín setti sér í janúar að taka með nesti á hverjum degi í skólann. Þegar markmiði dagsins er náð setjum við X við þann dag. Þetta er ótrúlega skemmtileg og auðveld leið til að sameina fjölskylduna og peppa hvert annað í að ná settum markmiðum.

María Kjartans ljósmyndari

 

 

 

————-

Ég byrjaði að nota dagatalið 2019 og nú er það ómissandi hluti af skrifborðinu mínu og ég beið með óþreyju eftir að fá 2020 dagatalið á borðið mitt. Það er ekki oft sem það tekst vel að gera svona praktískan hlut aðlaðandi og útfærslan hennar Helgu Páley er skemmtilega ævintýraleg. Ég nota það bæði til að hafa yfirsýn yfir verkefni og til að skrifa inn grófustu dagskránna sem er rosalega gott til að gefa manni heildarmyndina af árinu.

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuður