Flest tannkrem innihalda alls kyns aukefni sem eru misgóð fyrir kroppinn og umhverfið. Þess vegna höfum við valið að gera okkar eigið tannkrem, en það er bæði einfalt og virkar vel. Þannig vitum við nákvæmlega hvað það er sem við burstum tennurnar með og getum brosað okkar blíðasta með hreinar og heilbrigðar tennur.
TEXTI Anna og Eva
Heimagert tannkrem
INNIHALD: 3 msk kókosolía 3 msk bökunarsódi 6 dropar piparmyntuolía Við notum ilmkjarnaolíur frá Young Living 2 tsk glycerine Fæst í jurtaapótekinu 3 dropar Thives frá Young Living 2 tsk sjávarsalt
AÐFERÐ: Hrærðu saman kókosolíu og bökunarsóda. Blandaðu síðan öðru innihaldi og hrærðu þar til að myndast kremáferð. Geymdu í krukku með loki. Þegar þú ætlar að bursta tennurnar dýfirðu tannburstanum ofan í krukkuna.
Fróðleikur um innihaldsefnin
Kókosolía» rakagefandi og nærandi fyrir húð og hár en í tannkremi gegnir hún hlutverki bakteríuböðuls og sveppaeyðis. Rannsóknir hafa sýnt að kókosolía vinnur vel gegn bakteríum sem valda tannskemmdum.
Bökunarsódi» frábær til þess að þrífa allt frá gólfi yfir í andlit hár og auðvitað tennurnar. Sjá meira hér.
Piparmyntuolía» bætir bragðið og stuðlar að betri meltingu. Nokkrir dropar af piparmyntuolíu blandað með vatni geta bætt meltinguna og einn dropi á tunguna og annar undir nef getur aukið einbeitingu og athygli.
Glycerine» gefur tannkreminu örlitla sætu og góða kremáferð. Þar að auki er það frábært sem náttúrulegt bótox og heldur húðinni stinnri og gefur raka.
Thives» er frábær blanda frá Young Living sem er gríðarlega hreinsandi, bakteríudrepandi og góð fyrir ónæmiskerfið. Hana má nota til blettahreinsunar, gólfþrifa og í spreyforminu er hún frábær til inntöku þegar flensufaraldur kemur upp.
Sjávarsalt» gefur dýpri hreinsun. Það er kannski ekki uppáhalds innihald allra en þá koma ilmkjarnaolíurnar sér vel þar sem þær bæta bragðið til muna.
Við höfum verið mjög ánægðar með þetta tannkrem eftir að hafa prófað ýmsar aðferðir við að búa til náttúrulegt tannkrem og mælum með að allir prófi að nota náttúrulegt tannkrem.