Harðlífi
Mikilvægt er að fá nægilegar trefjar og stunda góða hreyfingu og sleppa hvítu hveiti og sykri sem hefur stemmandi áhrif.
VATN: Drekkið vel af vatni, nokkur glös á dag.
SVESKJUR: Sveskjur og sveskjusafi losa mjög vel um harðlífi.
TREFJAR: Borðið trefjaríka fæðu: Ávexti, grófmeti, hörfræ, baunir og þurrkaða ávexti
OLÍA: 1 msk kaldpressuð olía, hörfræ- eða ólífuolía á fastandi maga fyrst á morgnanna.
ÁVAXTAHRISTINGUR: Hræra saman í matvinnsluvél banönum, perum og möndlumjólk. Þetta er góð og trefjarík næring.
PERUR: Perur og perusafi eru losandi.