FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR

Í boði náttúrunnar  í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga stendur fyrir viðburðinum FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR þriðja árið í röð. Þetta er vikulöng hugleiðsluhátíð haldin í febrúar og í ár stendur hún yfir frá 7 – 13 febrúar.

Markmiðið er að vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar hér og nú! Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu og / eða núvitund af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum. Með tíð og tíma viljum við að litið sé á iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut.

VILTU TAKA ÞÁTT?

Hvort sem þú ert byrjandi í hugleiðslu eða lengra kominn þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi á þessari hátíð. Tugir af fríum hugleiðslum verða í boði um land allt. Núvitund, möntruhugleiðsla, yoga nidra, danshugleiðsla, gong slökun, float og fleira spennandi. Sjá Hér.

ERT ÞÚ HUGLEIÐSLU, JÓGA EÐA SLÖKUNAR KENNARI? 

Ef þú kennir reglulega hugleiðslu, núvitund eða einhvers konar slökun þá er Friðsæld í febrúar tilvalinn staður til að kynna þá aðferð og þitt starf. Það eina sem þú þarft að gera til að vera með er að skrá þig á viðburðadagatalið okkar. Einnig gefur Guðbjörg Friðriksdóttir (gof@ibn.is)  verkefnastjóri nánari upplýsingar ef þörf er á.

DAGSKRÁ

Friðsældin næsta hefst á sunnudeginum 7 febrúar með hóphugleiðslu sem Í boði náttúrunnar sér um. Kynnið ykkur dagskrána þegar nær dregur hér á vefnum þar sem verður að finna upplýsingar um aðila sem bjóða upp á hugleiðslu og hugleiðslukennslu í vikunni fyrir alla sem hafa áhuga. Fylgist einnig með okkur á fésbókarsíðu viðburðarins  þar sem við munum minna ykkur á viðburðina og að taka ykkur tíma til að hugleiða.

GLEÐILEGA HUGLEIÐSLU HÁTÍÐ!

Guðbjörg Gissurardóttir

Ritstýra