FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR

Í boði náttúrunnar  í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga stendur fyrir viðburðinum FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR (8-14 febrúar 2015)

Markmiðið er að vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar hér og nú! Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum.

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI

Friðsæld í febrúar er ætlað að verða árlegur viðburður þar sem athygli er beint að hugleiðslu og þeim ávinningi sem í kyrrðinni fellst. Með tíð og tíma viljum við að litið sé á iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut.

DAGSKRÁ

Friðsældinni verður fagnað í Ráðhúsinu sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.00 með hóphugleiðslu sem verður haldin af okkur hjá Í boði náttúrunnar. Kynnið ykkur dagskrána hér á vefnum þar sem verður að finna upplýsingar um aðila sem bjóða upp á hugleiðslu og hugleiðslukennslu í vikunni fyrir alla sem hafa áhuga. Fylgist einnig með okkur á fésbókarsíðu viðburðarins  þar sem við munum minna ykkur á viðburðina og að taka ykkur tíma til að hugleiða.

Í undirbúningshóp fyrir vikuna eru: Ásta Arnardóttir, jógakennari, Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur, Systrasamlaginu, Sóley Elíasdóttir, frumkvöðull, Tolli, myndlistarmaður, Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra ÍBN, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Dagný Berglind Gísladóttir, verkefnisstjóri Friðsældar í febrúar.