Girnilegar jólauppskriftir

Eitt af mörgu sem gleður við jólahátíðina er jólaundirbúningurinn sem færir fjölskyldu og vini saman á góðum stundum. Partur af því er alls kyns stúss í eldhúsinu eins og bakstur, laufabrauðsgerð o.fl.

Í eldhúsinu viljum við hjá ÍBN fylgja grænni stefnu eins og í öllu öðru og mælum því með fyrirtækjum sem framleiða lífrænar og umhverfisvænar vörur. Þýska fyrirtækið sem framleiðir vörulínuna Rapunzel eru frumkvöðlar í lífrænni ræktun sem leggja ekki bara sérstaka áherslu á gæði matarins heldur einnig á lífsgæði bændanna sem rækta hann. Hér fylgja tvær ljúffengar uppskriftir með vörum frá Rapunzel.

Karamelluepli með súkkulaði og hnetum

Innihald:

5 lítil lífræn epli
20 Rapunzel steinalausar döðlur
100ml heitt vatn
1 tsk Rapunzel vanilluduft
30g Rapunzel heslihnetur
30g Rapunzel möndlur
20g Rapunzel kínóapúff
50g Rapunzel hvítt súkkulaði
50g Rapunzel dökkt súkkulaði (60%)

Aðferð:

  1. Saxið hnetur og möndlur.
  2. Setjið döðlur og vanillu í matvinnsluvél/blandara og bætið vatni varlega saman við, þar til áferðin verður eins og þykk karamella.
  3. Bræðið hvítt og dökkt súkkulaði í sitthvoru lagi yfir vatnsbaði.
  4. Afhýðið eplin og stingið pinna eða lítilli grein í þau.
  5. Smyrjið karamellunni á eplin með smjörhníf þar til þau eru þakin karamellu.
  6. Sáldrið hnetum, möndlum og kínóapúffi yfir eplin og skreytið þau svo með dökku og/eða hvítu súkkulaði.
  7. Kælið í ísskáp og berið fram kalt.

———————————————————————————————————–

rapunzel-kokosbitar

 Kókos súkkulaðibitar

Innihald:

300 g Rapunzel kókósflögur
60 g Rapunzel hlynsíróp
1/2 tsk Rapunzel sjávarsalt
90 g Rapunzel kókosrjómi (veiddur ofan af kókosmjólk úr dós)

Súkkulaðihjúpur:

120 g Rapunzel kakósmjör
120 g Rapunzel möndlusmjör ljóst
60 g Rapunzel kakóduft
60 g hlynsíróp
1/2 tsk Rapunzel sjávarsalt
1 tsk Rapunzel Bourbon vanilla

Aðferð:

Malið kókosflögur meðalgróft í matvinnsluvél, blandið saman við hin hráefnin og hnoðið saman. Mótið deigið í mátulega bita með höndunum. Leggið þá á bökunarpappír á disk og frystið á 10 mín.

Bræðið kakósmjör yfir vatnsbaði. Þegar smjörið er bráðið er hinum hráefnunum bætt við og hrært vel saman. Takið kókosbitana úr frystinum. Dýfið í súkkulaðið og veiðið strax upp úr og leggið á bökunargrind.
Kókosbitarnir eru settir aftur í frysti í 5 mínútur. Eftir það eru þeir tilbúnir og geymast best í ísskáp.