QWETCH-STÁLFLÖSKUR
Halda drykknum heitum eða köldum allan daginn
Vel úthugsaðar, stílhreinar og smart flöskur sem halda drykkjum heitum í allt að tólf tíma og köldum í allt að sólarhring, og lokið lekur ekki. Qwetch-flöskurnar henta vel fyrir útileguna, íþróttaæfinguna, í bílinn eða heima við tölvuna. Þær eru úr tvöföldu, ryðfríu stáli og koma í mörgum litum og stærðum. Qwetch er franskt fyrirtæki, sem er mjög umhugað um umhverfið og hollan og umhverfisvænan lífsstíl. Það gefur hluta af hagnaði sínum til góðra málefna. Flöskurnar eru framleiddar á sjálfbæran hátt í Kína, undir eftirlit Qwetch-teymisins. Einkunnarorð þeirra eru að með því að velja Qwetch ertu að velja sögu, sjálfbæra hegðun og traust vörumerki og vörur framleiddar af metnaðarfullu fólki.
klaran.is
1 athugasemd