Grænar vörur fyrir sumarið

Grænar vörur 2020

HÁGÆÐA NÁTTÚRULEGAR OG UMHVERFISVÆNAR VÖRUR SEM KOMA SÉR VEL FYRIR SUMARIÐ.

NÆRANDI OG UPPBYGGJANDI FYRIR ALLA Í FJÖLSKYLDUNNI!
Grænar vörur

DR. BONNER
Lífræna Castile-sápan virkar á allt

Lífræna Castile-sápan frá Dr. Bonner er unnin úr lífrænum olíum, er án kemískra efna og því góð fyrir mannfólkið, jafnt sem jörðina. Hún er eina sápan sem þú þarft að taka með í ferðalagið því það má nota hana í bókstaflega allt, fyrir utan hvað hún tekur lítið pláss í farangrinum. Castile-sápan hentar vel fyrir húð og hár, fjarlægir farða og er fín fyrir raksturinn. Hana má líka nota í þvottavélina, fyrir uppþvottinn og til hreingerninga. Meira að segja má tannbursta sig með sápunni, svo hrein er hún. Sápan kemur í tveimur útgáfum, fljótandi í brúsa og í stykkjum. 
mammaveitbest.is

Grænar vörur

SWIMSLOW
Hátísku og sjálfbær sundtíska

Fatahönnuðurinn Erna Bergmann stendur á bak við sundfatamerkið Swimslow. Sundbolirnir eru þægilegir og klæðilegir en Erna sækir innblásturinn í hönnunina til íslenskrar baðmenningar. Við hönnun og framleiðslu á þessum hátískusundfötum er sjálfbærni í fyrirrúmi og hugað að hverju smáatriði til að lágmarka áhrifin á umhverfið. Sundfötin eru úr endurunnu gæðaefni og er þráðurinn í efnið m.a. úr notuðum mottum og fiskinetum. Sundfötin eru saumuð hjá litlu fjölskyldufyrirtæki á Ítalíu.
swimslow.com

Grænar vörur

QWETCH-STÁLFLÖSKUR
Halda drykknum heitum eða köldum allan daginn 

Vel úthugsaðar, stílhreinar og smart flöskur sem halda drykkjum heitum í allt að tólf tíma og köldum í allt að sólarhring, og lokið lekur ekki. Qwetch-flöskurnar henta vel fyrir útileguna, íþróttaæfinguna, í bílinn eða heima við tölvuna. Þær eru úr tvöföldu, ryðfríu stáli og koma í mörgum litum og stærðum. Qwetch er franskt fyrirtæki, sem er mjög umhugað um umhverfið og hollan og umhverfisvænan lífsstíl. Það gefur hluta af hagnaði sínum til góðra málefna. Flöskurnar eru framleiddar á sjálfbæran hátt í Kína, undir eftirlit Qwetch-teymisins. Einkunnarorð þeirra eru að með því að velja Qwetch ertu að velja sögu, sjálfbæra hegðun og traust vörumerki og vörur framleiddar af metnaðarfullu fólki.
klaran.is

Grænar vörur

PLAN TOYS 
Þroskandi og umhverfisvæn leikföng 

Börnin eru sett í fyrsta sæti hjá umhverfisvæna leikfangamerkinu Plan Toys. Í sumar er skóflusettið frá Plan Toys tilvalið í sandkassann, en það er vatnshelt og hentar vel fyrir íslenskt veðurfar. Plan Toys er fyrsta fyrirtæki í heimi sem endurnýtir gúmmítré til að framleiða viðarleikföng. Allt frá árinu 1981 hefur það unnið markvisst að því að búa til leikföng, með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Þroskandi leikföng, gæði, öryggi, náttúruleg hráefni, nýsköpun og samfélagsábyrgð eru í fyrirrúmi. Leikföngin frá Plan Toys eru án eiturefna og allt sem til fellur er endurnýtt. 
plantoys.is

Grænar vörur

JASON
Náttúruleg sólarvörn sem nærir og ver húðina

Mikilvægt er að nota góða sólarvörn allt árið um kring, sem ver og verndar húðina. Jason-sólarvörn nærir húðina og ver hana fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Vörnin er eingöngu gerð úr náttúrulegum efnum og hefur reynst vel fyrir viðkvæma húð og þá sem þjást af ofnæmi. Í línunni er fjórar gerðir af sólarvörn; fyrir andlitið, börnin, alla fjölskylduna og svo er ein sem er sérlega vatnsþolin. Sólarvörnin inniheldur E-vítamín, shea-smjör, andoxunarefni og er laus við paraben og önnur skaðleg efni. Engar vörur frá Jason eru prófaðar á dýrum. 
Hagkaup, Elba, Heilsuhúsið og heilsuvöruverslanir

Grænar vörur

THE ORGANIC COMPANY
Fallegir fjölnotapokar úr lífrænni bómull

Þessa fallegu, fjölnota poka má nota aftur og aftur og aftur. Hugsunin á bak við pokana er að hægt sé að nota þá í nær hvað sem er, og draga um leið úr notkun á einnota plastpokum. Þeir eru tilvaldir í ferðlagið, gönguferðina, innkaupin og fleira. Pokarnir fást í nokkrum litum og þremur stærðum. Þeir koma frá danska fyrirtækinu The Organic Company, sem leggur áherslu á fallega hannaðar vörur úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull. The Organic Company var stofnað 2007 og framleiðir gæðavörur fyrir heimilið með samfélagsábyrgð og umhverfismál í fyrirrúmi.
Salt, Kringlunni

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir