Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlauksósu

Í tilefni þess að Júlía heilsumarkþjálfi heldur spennandi vefnámskeið um matargerð og heilsu gefur hún okkur uppskrift að gómsætum fiski. 

Innihald

1 kúrbítur, skorinn langsum
salt og pipar
olía
1 þorskflak (c.a 600 gr)

Marinering á fiskinn

handfylli fersk steinselja
steinseljukrydd
smá laukduft
örlítið ferskt chilli (einnig má nota chilli krydd)
salt og pipar eftir smekk
1-2 msk ólífuolía (fer eftir stærð á fiski)

Granateplasalsa

1 bolli ferskir kirsuberjatómatar
½ bolli granatepli
¼ rauðlaukur, fínt saxaður
½ lime, kreist
handfylli fersk steinselja (c.a ¼ bolli)

Einföld hvítlauks-grillsósa

4 msk vegan majónes
1 msk sítrónusafi
handfylli ferskur vorlaukur eða graslaukur, smátt saxaður
1 tsk hlynsíróp eða hunang (einnig má nota steviu)
1 hvítlauksrif, pressað, eða hvítlauksduft
8 klípur svartur pipar (eða meira eftir smekk)
salt eftir smekk

1. Hitið grillið.
2. Skerið kúrbít langsum með ostaskera og raðið á disk. Kúrbíturinn ætti að vera hæfilega þykkur enda ef hann er of þunnur er erfiðara að grilla hann. Penslið kúrbítinn og kryddið með salti og pipar.
3. Útbúið næst marineringu fyrir fiskinn með því að hræra öllu saman í skál. Leggið þorskflakið á grillbakka eða á álpappír og penslið fiskinn með kryddolíunni.
4. Nú má grilla fiskinn og kúrbítsneiðarnar. Raðið kúrbítsneiðum á grillið, þær taka c.a 2 mín á hvorri hlið en fer eftir hitastigi á grilli. Grillið fiskin í 10-15 mín eða þar til hann er eldaður í gegn.
5. Á meðan má undirbúa granateplasalsa. Opnið granatepli og fjarlægið kjarnana til að nota í salsað. Skerið kirsuberjatómata gróflega, saxið rauðlaukinn og steinseljuna og sameinið í skál. Kreistið lime safa yfir og kryddið með chilli, salt og pipar eftir smekk.
6. Setjið þá hráefni hvítlauks grillsósunar í skál og hrærið saman með gafli.
7. Berið fram með fersku salati og njótið.


Upplifir þú skipulagsleysi eða hugmyndaleysi í eldhúsinu?
Finnst þér erfitt að finna mataræði sem hentar þér og þínum lífsstíl?
Þjáist þú af verkjum, skjaldkirtilsvandamálum, meltingarvandamálum eða jafnvel svefnleysi?
Skráðu þig á ókeypis fyrirlestur: „5 skref sem tryggja þér árangur sem endist.”
Fyrirlesturinn verður haldinn þann 22.ágúst kl.20:30 í beinni á netinu og getur þú því fylgst með heima í stofu. Skráning er hafin hér á ókeypis fyrirlesturinn! Það eru takmörkuð pláss í boði og því um að gera a skrá sig strax!
Á fyrirlestrinum lærir þú ómissandi ráð til að hefja breyttan lífsstíl, auka orkuna og losna við sykurlöngun. Allir sem mæta í beinni fá ókeypis uppskriftir og sérstakt hreinsunarpróf! Í lokin verður opnað fyrir spurningar á línunni svo þú getur spurt Júlíu heilsumarkþjálfa að því sem þú hefur verið að velta fyrir þér varðandi heilsuna!

Tögg úr greininni
, ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.