Margir sem stúderað hafa jógafræðin vita að ghee er ómissandi þáttur tilverunnar. Ekki bara fyrir líkamann heldur er ghee í bókstaflega vitsmunalegt og andlegt fóður. Í Ayurveda er ghee talið guðleg náttúruafurð, hreinasta afurð heilagra kúa. Nú um stundir er ghee notað í sérlega vinsælan espressodrykk, oft kallaður “Bulletproof” út í heimi en Indígókaffi í Systrasamlaginu. Einnig er fullyrt að ghee leiði til þyngdartaps án nokkurrar fyrirhafnar. Þess vegna eru það ekki bara við jógarnir sem dýrkum ghee-ið heldur einnig þeir sem aðhyllast Paelo mataræðið. Fyrir þá sem ekki vita er ghee “crème dela crème” eða olían í smjörinu sem er af flestum talin tærasta og næringarríkasta fitan sem jörðin gefur af sér.
Líklega eru bestu fréttirnar þó þær að þeir sem ekki þola mjólkurafurðir af margvíslegum ástæðum, þola ghee-ið mjög vel. Því hefur enda verið vel tekið meðal grænmetisæta, og er auðvitað hluti af fæðu jóganna sem margir kjósa eingöngu grænmetisfæði. Í ghee-i eru nefnilega engin mjólkurprótein. Búið er að skilja þau frá smjörinu (sjá aðferðina hér). Eftir situr kristaltær fita og þannig verður ghee, sem hér á landi kallast ýmist skírt smjör eða smjörolía, mun hitaþolnari (ghee þolir 250°C en kókosolía 170°C) og brennur síður. Ghee inniheldur miðlungslangar fitusýrur sem nýtast okkur beint sem vitsmunaleg orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Frábær fita sem þessi vinnur jafnframt gegn öldrun, minnkar slæma kólestrólið, hamlar myndun bólgu- og sjálfsofnæmisjúkdóma og geymir hinar lífsnauðsynlegu omega 3 og 6 fitusýrur í hárréttum hlutföllum. Það sem ghee hefur umfram kókosolíu er að hún er sex sinnum öflugri næring fyrir heilann skv. vísindalegum rannsóknum. Þetta birtist í því þegar líkaminn brýtur niður ghee-ið til að framleiða ketóna. Það ferli krefst mikillar orku sem færir okkur kýrskýra hugsun.
Kaffið og smjörið?
Þannig er að nýrnahetturnar eru ábyrgar fyrir orku okkar, úthaldi og lífsþrótti. Kaffi ræsir heiladingulinn sem seytir hormóni; því sem segir nýrnahettunum að framleiða adrenalín (sem býr til streitu ef við fáum ekki útrás). En þar með ekki öll sagan sögð, ekki fremur en sú saga að kaffi sé tengt blóðsykursójafnvægi. Þarna kemur gheeið sterkt inn og kemur jafnvægi á hormónin og efnaskiptin og gefur okkur seigan kraft sem við getum nýtt okkur jafnt yfir daginn, í stað þess að rugla sístemið. Þar að auki er jafnan talað um að kaffi sýri líkamann. Það á ekki um við um espressó sem er drukkinn á innan við 15 mínútum eftir uppáhellingu. Það kaffi, einkum það sem er lífrænt, er í raun basískt.
Ghee-ið og jógarnir!
Ghee er það sem er kallað yogavahi í Ayurveda, sem merkir að það er örvandi og góður hvatberi. Það liggur í m.a. í því hversu góð áhrif það hefur á meltinguna, auk þess sem það ýtir undir upptöku næringarefna og smyr liði og vefi líkamans. Það þykir jafnframt frábær líkamsolía og ein sú allra besta til að blanda saman við lækningajurtum vegna kröftugar frásogunarhæfni. Fyrir þá sem vilja kafa dýpra þá nærir ghee það sem kallað er ojas, tejas og sjálfa prönuna (lífsorkuna). Og vegna þess hve góður hvatberi ghee-ið er, færir það okkur kraft þeirra jurta sem við blöndum við það, inn í það sem kallað er sjö dhatus eða alla vefi líkamans. Ghee hentar öllum líkamsgerðum segir í Ayurveda fræðunum. Það sefandi fyrir pitta og vata sem ættu að nota það óspart en hentar einnig kafa líkamsgerðinni, þó í meira hófi.
Heilbrigður líkami framleiðir “ghee”!
Ghee er ríkt af auðuppleysanlegum vítamínum, eins og A, D, E og K2 vítamínum og eins og áður segja geymir það omega 3 og 6 í hárréttum hlutföllum. Og ef við fáum lífrænt Ghee (úr lífrænu smjöri) geymir það einstaklega mikið af CLA fitusýrum einnig. Og þar sem ghee, líkt og kókosolía, frásogast auðveldlega nýtist það okkur líka sem brennsluorka. Íþróttamenn nota gjarnan ghee til að fá aukinn kraft. En um leið brennir ghee orku og losar okkur við aukakíló. Það kemur til af miðlungslöngu fitusýrunum. Sérstaða þess er þó, að ólíkt öllum öðrum olíum, er ghee ríkt af svokallaðri butyric sýru, stuttkeðja fitusýrum, sem eru mjög fágætar og alveg einstakt heilafóður. Í rauninni nota góðgerlarnir í ristlinum trefjar til að búa til butyric sýru, sem við nýtum til þess að fóðra ristilinn og koma hreyfingu á hann. Það má því segja að heilbrigður líkami framleiði sitt eigið “ghee”. Þar að auki styrkir ghee ónæmiskerfið og er bólgueyðandi. Það er m.a. þess vegna sem Ayurveda læknar hafa notað ghee í árþúsundir gegn bólgusjúkdómum. Þá flokkast ghee, samkvæmt Ayurveda, sem jákvæð fæða eða satvic fæða. Það er fæða sem styrkir okkur og víkkar meðvitund okkar.
Ekki óttast ghee!
Ghee hefur orðið fyrir barðinu á fitufóbíunni sem gekk um sem faraldur fyrir nokkrum árum. Við erum enn að bíta úr nálinni með. Það hefur bæði verið sagt óhollt og geyma mettaðar fitusýrur. Þetta er einfaldlega rangt. Ghee er bráðholl fita, nauðsynleg, gefandi og jafnvel guðleg. PS: Indígókaffið sem fæst í Systrasamlaginu inniheldur gnótt af ghee-i sem búum sjálfar til, ögn af kókósolíu, bourbon vanillu og lucumu.