Það líkist ekkert á við góðan drykk sem bæði lyktar og bragðast eins og jólin og þú veist að þú getur drukkið með góðri samvisku. Þessi dásamlegi “boost” gefur öll þau góðu brögð sem piparkökur innihalda, og tryggir að þú komist í jólaskapið. Til viðbótar við bragðið styður hann við þyngdartap og gefur þér góða næringu.
Kanil hjálpar til við að stjórna blóðsykri og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum. Hann hjálpar einnig til gegn uppþembu og styður við losun á kviðfitu.
Engifer hjálpar meltingunni og hjálpar til gegn bólgum í líkamanum. Það eru fleiri frábær innihaldsefni í drykknum eins og kardimommur, sem er frábært fyrir hreinsun líkamans.
Kókosmjólkin í uppskriftinni getur einni stutt við þyngdartap þar sem uppbygging kókoshnetunnar gerir okkur auðveldara fyrir að brenna henni í orku. Einnig er kókosmjólkin góð fyrir meltingu og hjálpar okkur að upplifa orku og seddu yfir daginn.
Piparkökubústið
1 dós kókosmjólk
2msk möndlusmjör
¼ tsk kanil
¼ tsk engiferkrydd
2-4 dropar steiva eða 1 tsp hlynsíróp/hunang/agave/
¼ tsk múskat
¼ tsk muldar kardimónur ground cardamom
1 bolla ísmolar
½ frosinn banani
AÐFERÐ:
Setjið allt í blandara og hrærið þar til vel sameinað. Neytið sem búst eða setjið í skál og borðið með skeið. Njótið.
Fyrir fleiri uppskriftir af sætubita og hrákökum má sækja ókeypis rabók Júlíu á heimasíðu www.Lifdutilfulls.is
Gleðileg jól!
heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi