Lavender lofar góðu

David Crow grasalæknir er mikill aðdáandi lavender vegna marglaga ilms og máttar jurtarinnar þegar kemur að náttúrulækningum. Hér er lofræða hans um þessa dásamlegu jurt.

Eins og fjólublá slæða sem fer um heimsálfurnar í bylgjum, flétta lavender akrarnir saman allt hið góða í manningum. Fegurð lofnarblómsins dregur fólk til svæða í Frakklandi, Nýja Sjálandi, Himalaya og Kaliforníu. Líkt og býflugur liðast ferðalangar um ilmandi blómabreiðurnar.

Innst í hjarta okkar og sál, þangað sem yfirborðskenndur nútíminn nær ekki, býr skilningur og samhljómur með náttúrunni. Þangað inn berst blíð orka blómsins. Á tímum hraða og óstöðugleika, undir vonlausum væntingum, hittir ilmur lofnarblómsins okkur öll á sama stað, og umvefur okkur hlýju og öryggi.

Finndu heilunarmáttinn þegar þú opnar lavender flöskuna, eins og sá sem fékk huggun við djúpri sorg sem vísindin gátu ekki læknað. Færðu flöskuna rólega upp að vitum þínum, því í henni býr meiri kraftur en þú gætir ímyndað þér. Dragðu athyglina meira inn á við: Þar bíður ilmur jarðarinnar, næringaríkrar moldar eða steinefna harðgerðs landslags. Það er auðvelt að týna sér í sætum, litríkum ilmi ávaxta og blóma, sem er svo sérstakur og auðþekkjanlegur en á sama tíma svo ólýsanlegur. En þetta geta allir. Finnurðu kryddaða ilminn, sterku sólargeislana, heitu tóna Miðjarðarhafsins á sumardegi? Fer nokkuð framhjá þér svali kvöldsins, sem leggst yfir bleikar, svo fjólublár og að lokum dimmbláar blómabreiðurnar, og hreinsandi ilmurinn sem plönturnar anda frá sér út í næturhimininn?

David Crow
David Crow er grasalæknir og nálastungumeðferðaraðili með 40 ára starfsreynslu. Hann hefur stundað nám í kínverskum, ayurvedískum, tíbetskum og öðrum heildrænum menningartengdum lækningum.

Mikilvægast er að finna og upplifa. Við hljótum að gera það, því núna fyllir ilmurinn vitin, arómatískar sameindir leita móttakara, og ensím ferðast með upplýsingar lífsorkunnar til taugakerfisins. Á augnabliki hefur eitthvað tekið sér bólfestu: Ilmur lofnarblómsins er inni í okkar eigin heimi skynjunar.

Slakaðu á og dragðu að þér ilminn; það er von á fleiri opinberunum. Taktu eftir hversu mikilli líffræðilegri og andlegri visku olían býr yfir; frá nærandi lífsorku jarðarinnar, sefandi og kælandi snertingu vatnsins, orkuríkum geislum sólarinnar, og upplyftandi andardrætti loftsins, smýgur hún beint inn í dýpstu fylgsni hugans, líkamanns og sálarinnar.

Eru ennisholurnar mýkri, taugarnar slakari og liðamótin yngri? Fara stöðugir, krónískir bólguverkir minnkandi? Eru lungun opnari, andardrátturinn léttari og hjartslátturinn reglulegri?
Taktu líka eftir hvernig hugsunin verður skýrari og andinn lyftist. Finnurðu drungalegt ský uppsafnaðs pirrings og örvæntingar, sem hefur svo lengi samofist endalausri og íþyngjandi samhyggð, lyftast upp í einlægri og óútskýranlegri gleði?

Færum þakkir, miskunnasömu plöntunni sem heilar margskonar krankleika án þess að valda nokkrum skaða, fornu viskunni sem býr í henni, moldinni sem nærði hana, vatninu sem vökvaði hana, loftinu sem hún andaði að sér, og sólinni sem fyllti hana orku. Færum þakkir, fólkinu sem ræktaði hana og gætti eins og barna sinna á meðan hún þroskaðist. Færum þakkir, hinni helgu alkemísku list og fornu þekkingu á eimun kjarnans úr þessari mikilvægu lífveru, og fræðslu mann fram af manni sem færir mannkyninu blessun sína á erfiðum tímum.