
SCHMIDT’S
Schmidt’s Natural Deodorant er líklega einn sá hreinasti sem við höfum fundið en hann er úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum. Þessi er vegan og ekki prófaður á dýrum. Hann er í krukku og maður ber hann á eins og krem, með fingrunum.
DR. ORGANIC
Til í öllum Heilsuhúsum í nokkrum ilmum. Virgin Coconut Oil Deodorant er blautur og með rolloni og ilmar mjög vel.
NATURALLY FRESH
Eins náttúrulegur og þeir gerast, með aloe vera. Deodorant Crystal er steinn sem þú bleytir og nuddar svo í handakrikann.
NUTRIBIOTIC
Nutribiotic Deodorant er hægt að fá án ilmefna, með lavender eða mangó/melónu ilm. Þessi er í stifti.
Til að fá sem bestan árangur með þessum svitalyktareyðum er gott ráð að setja örlítið af matarsóda í handakrikana eftir að svitalyktareyðirinn er settur á, ef mikið liggur við. Það mun halda þér vel ilmandi í tvo daga.