Náttúrulegur svitalyktareyðir

heimagerður svitalyktareyðir
TEXTI Guðbjörg Gissurardóttir

Svitalyktareyðar geta innihaldið ýmis eiturefni sem hafa verið tengd við sjúkdóma eins og brjóstakrabbamein og Alzheimer. Álefni (aluminum) og sum paraben eru þar mestu skaðvaldarnir en við ættum sérstaklega að leitast við að kaupa svitalyktareyði án þessara efna. Mörgum finnst náttúrulegir svitalyktareyðar ekki virka og eru í endalauri leit að góðum en um leið náttúrulegum eyði sem gerir gagn. 

Við hjá Í boði náttúrunnar höfum prófað ótal marga svitalyktareyða, borið saman bækur okkar og spurt vini og fundið þannig fjórar frábærar tegundir sem virka vel og eru eins náttúrulegir og þeir gerast. Fyrir þá sem langar að prófa að gera sinn eigin svitalyktareyði er svo uppskrift af einum mjög góðum hér fyrir neðan.

Náttúrulegir svitalyktareyðir

SCHMIDT’S

Schmidt’s Natural Deodorant er líklega einn sá hreinasti sem við höfum fundið en hann er úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum. Þessi er vegan og ekki prófaður á dýrum. Hann er í krukku og maður ber hann á eins og krem, með fingrunum.

DR. ORGANIC 

Til í öllum Heilsuhúsum í nokkrum ilmum. Virgin Coconut Oil Deodorant er blautur og með rolloni og  ilmar mjög vel.

NATURALLY FRESH 

Eins náttúrulegur og þeir gerast, með aloe vera. Deodorant Crystal er steinn sem þú bleytir og nuddar svo í handakrikann. 

NUTRIBIOTIC 

Nutribiotic Deodorant er hægt að fá án ilmefna, með lavender eða mangó/melónu ilm. Þessi er í stifti.

Til að fá sem bestan árangur með þessum svitalyktareyðum er gott ráð að setja örlítið af matarsóda í handakrikana eftir að svitalyktareyðirinn er settur á, ef mikið liggur við. Það mun halda þér vel ilmandi í tvo daga.

SVITALYKTAREYÐIR 

3 tsk kókosolía
3 tsk matarsódi
2 tsk shea smjör
2 tsk Arrowroot (má sleppa)
nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu

Hér er önnur uppskrift sem er enn einfaldari.

 

  1. Bræddu Shea smjörið og kókosolíuna með því að blanda saman í krukku, loka henni og láta renna á hana heitt vatn þar til þetta rennur saman.
  2. Bættu út í matarsóta og arrowroot (ef þú átt ekki arrowroot, notaðu þá meiri matarsóda).
  3. Blandaðu vel saman.
  4. Bættu við ilmkjarnaolíu að eigin vali og geymdu svo blönduna í krukku á dimmum stað.
  5. Einnig er hægt að láta þetta í kæli og setja svo í umbúðir af gömlum svitalyktareyði svo að það sé auðveldara að bera eyðinn á.