Nýtt tölublað: heilsa og umhverfismál

Nýtt tölublað Í boði náttúrunnar er komið í prentun og kemur til áskrifenda og í verslanir í næstu viku! Heilsa og umhverfismál eru leiðarstef blaðsins, tvö málefni sem eru óhjákvæmilega fléttuð saman, því heilsan okkar getur varla orðið betri en ástand jarðarinnar sem við búum á. Í þessu blaði fræðumst við um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða þegar kemur að heilsu frá náttúrulækninum Matthildi Þorláksdóttur. Við heyrum í fyrsta sinn um vanvirkan skjaldkirtil, tegund tvö, sem er erfitt að greina. Fáum leiðbeiningar í að velja rétta koddann, sjáum hvernig hægt er að fara í fjallgöngu á veturna og fáum staðfestingu á því að það er ekki einungis hláturinn heldur einnig bjartsýnin sem lengir lífið. Við reynum einnig að gera heimilið umhverfisvænna og fáum innblástur frá Evu Dögg Rúnarsdóttur, jógakennara og fatahönnuð, sem leggur metnað í að heimili sitt sé umhverfisvænt og eiturefnalaust svæði. Við skoðum loftgæði heimila og hvernig hægt er að bæta þau og hittum fyrir Garðar Eyjólfsson vöruhönnuð sem fræðir okkur meðal annars um mikilvægi hringrásar í íslenskri hönnun.

Við kynnum einnig til leiks tvo nýja fasta liði, sem við erum sérlega stolt af. Sá fyrri kallast Málstaðurinn en þar munum við taka einstaklinga tali sem hafa barist fyrir náttúrunni eða öðrum málefnum á einn eða annan hátt. Seinni liðinn köllum við svo Fyrirtæki til fyrirmyndar en þar hittum við fyrir „róttæka“ fyrirtækjaeigendur sem hafa umhverfis- og samfélagsmál að leiðarljósi.

Þetta og MARGT fleira….!

SMELLTU til að skoða Áskriftartilboð

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

More from Í boði náttúrunnar

Taktu þátt í umræðunni