Sítrónan fleytir þér í gegnum sumarið

Sennilega eru mörg okkar örstutt frá því að komast í gírinn fyrir sumarið. En vantar þó örlítið upp á. Ekki örvænta. Sítróna kemur ykkur yfir ráslínuna og fleytir ykkur í gegnum grillveislur sumarsins. Þessi hressandi ávöxtur kostar lítið (en þó aðeins meira lífrænn og aldrei kaupa annað!).

Segja má að sítrónan snyrti okkur að innan, hreinsi meltinguna og auki lífsorku. Og svo býr sítrónan yfir mikilvægu leyndarmáli. Notaðu hana alla, því í ávextinum, berkinum og steinunum búa tröfrar sem allt of lítið hefur verið tæpt á. Í sítrónunni eru nefnilega efni sem vísindalegar rannsóknir sýna nú að dragi úr ákveðnum tegundum krabbameina, auka beinþéttni, slái á háan blóðþrýsting og hreinlega drepi meinvirku bakteríurnar í meltingarveginum.

Margir þekkja til allskyns sítrónukúra og er þessi líklega þeirra þekktastur. Það var engin önnur Beyonce Knowles sem kom honum rækilega á heimskortið og notar hann í senn til að grenna sig, fríska upp á húðina og hreyfa við meltingunni. Einnig hefur Hallgrímur Magnússon læknir mælt með honum í mörg ár. 

Færri vita að sítróna er fádæma góð gegn þrusku, sníkjudýrum í meltingarveginum (sem eru algengari en við höldum) og kalki í þvagi. Þetta kom fram í rannsóknum sem birtar voru í International Journal of Phytotherapy and Phytopharmacology. Einnig hefur lengi verið vitað sítrónan sjálf er ákaflega C-vítamínrík og í berkinum er gnótt steinefna. Þá er liggur ljóst fyrir að sítrus pektín, sem einnig er að finna í berkinum, ýtir undir hreyfingu þarmanna og að þarmaflóran nái að blómstra. Þetta efni er m.a. að finna meltingagerlablöndunni frá Viridian, sem er okkar vörumerki í Systrasamlaginu.

Dr. Chakravarty, yfirmaður rannsóknarsviðs Hope4Cancer teymissins hefur ritað eftirfarandi um sítrónur:

– Koma jafnvægi á blóðþrýsting

– Hreinsa húð og bólur

– Draga úr þunglyndi, streitu og hræðslu

– Vinna gegn bakteríum og vírusum

Áður en þú ákveður að henda berkinum af lífrænu sítrónunni þinni, skaltu hafa í huga að börkurinn inniheldur 10 sinnum meira af vítamínum og lífvirkum efnum en sítrónan sjálf. Börkurinn hindrar líka fjölgun krabbameinsfrumna. Þetta kom fram í vísindarannsókn sem birt var í Journal of Agricultural and Food Chemistry. En hér koma stóru tíðindin: Sláandi upplýsingar koma fram í riti Nutrition and Cancer um minnkun á svokölluðum squamous þekjuvefskrabbameini hjá þeim sem neyttu sítrónubarkar samanborið við þá sem neyttu eingöngu safans. Vísindamennirnir tengja það d-limonene olíunni í sítrónuberkinum, sem hindrar útbreiðslu brjósta-, lungna-, og ristilkrabbameina. Í raun er d-limonene hönnuð af náttúrunni til þessa að drepa meinvirkar bakteríur og vírusa, sem leggjast ávöxtinn. Það sama gerist í mannslíkamanum.

D-limonene er það sem kallað er rokgjörn olía en það er sú tegund olíu sem eyðileggst fljótt þegar hún kemst í snertingu við súrefni. Því er þessi olía fágæt og einstakur fengur fyrir heilsuna. Lang öflugust er hún úr ferskum berki lífrænnar sítrónu.

Og hvernig á maður svo að borða sítrónubörk? Góð spurning. Umfram allt, og enn og aftur skal notast við lífrænan sítórnubörk, því eins og sítrónubörkur er næringarríkur sogar hann í sig eiturefni til að vernda sítrónuna að innan. Þetta á líka við um allskyns meindýraeyða. En sé hann hreinn og lífrænn er fátt meira heilandi frá náttúrnnar hendi.

Þess má geta að raspaður ferskur sítrónubörkur er eitt besta krydd sem hægt er að hugsa sér, að mati okkar systra.

Hér er frábær sítrónudrykkur sem fæst í Systrasamlaginu
– Bragðast eins og limoncello en er án áfengis

4 sítrónur, með berki og steinum.
2 dl engifer
1 tsk kókossykur
cayennepipar á hnífsoddi

Settu sítrónuna með berkinum og tilheyrandi í gegnum safapressu og engiferinn einnig. Blandaðu cayenne piparnum og kókossykrinum saman við. 
Fáðu þér staup á morgnanna, áður en þú gerir nokkuð annað og fyrir hverja einustu grillveislu sumarsins. Hristist fyrir notkun.
Geymist í ísskáp í nokkra daga.

 

Tögg úr greininni
, , , ,