Starfsnemi Í boði náttúrunnar

SPENNANDI STARFSNÁM Í BOÐI fyrir nema í fjölmiðlun, hönnun, viðskiptafræði, ferðamálafræðum o.fl. Í boði náttúrunnar tekur við starfsnemum sem eru eða hafa verið í námi tengdu fjölmiðlun, hönnun, ritstjórn, viðskiptafræði, markaðsfræði og ferðamálafræðum. Ef námið þitt er ekki innan þessa lista en þú heldur að það sé viðeigandi, prufaðu samt að senda okkur póst! Við leitum af starfsnema sem er tilbúin að skuldbinda sig í 2-3 mánuði í það minnsta en vinnuhlutfall er samkomulag. Starfsreynslan sem þú færð fer eftir námi og áhugasviði þínu en verður bókað gulls ígildi. Í boði náttúrunnar er spennandi en um leið lítill vinnustaður þar sem þú getur fengið góða, fjölbreytta og lærdómsríka reynslu í útgáfu, viðburðahaldi, tækni, hönnun, óhefðbundinni markaðsetningu o.fl.

 

SENDU PÓST Á GG@IBN.IS MEÐ FERILSKRÁ, HVAÐA TÍMABIL ÞÚ ERT AÐ HUGSA UM OG AF HVERJU ÞÚ VILT KOMA Í STARFSNÁM HJÁ Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR.