Súkkulaðinammi

Þessi uppskrift er tilvalinn staðgengill fyrir þá sem ætla ekki í páskaeggið í ár en vilja eitthvað girnilegt til að gæða sér á. Gleðilega páska!

IMG_0669_21

Innihald: 

200 g dökkt súkkulaði 
Trönuber
Pistasíuhnetur
Gojiber
Valhnetur
Appelsínubörkur.

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði.
  2. Setjið bökunarpappír á plötu sem kemst í ísskáp eða frysti.
  3. Dreifið yfir súkkulaðið gróft söxuðum pistasíum, valhnetum, gojiberjum, trönuberjum og kókosflögum. Líka gott að raspa appelsínubörk yfir. Þið getið notað það sem ykkur finnst gott ofaná súkkulaðið.
  4. Skellið í ísskápinn eða frystinn þangað til súkkulaðið er orðið kalt og brjótið þá í bita.

IMG_0691_21

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.