Lifum betur – í boði náttúrunnar er tímarit og vefmiðll um grænan lífsstíl, heilbrigði, vellíðan, mat og ferðlög. Markmið okkar er að efla þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað í samfélaginu á heilbrigðu lífi og nánum tengslum við náttúruna. Okkar ástríða er að fræða og veita lesendum innblástur til að öðlast meiri lífsgleði.
Lifum betur – í boði náttúrunnar er vettvangur fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl í takt við náttúruna. Efnistökin eru mjög fjölbreytt, allt frá mataruppskriftum til náttúrverndamála. Sumar greinar eru frumsamdar fyrir vefinn en aðrar hafa birst í eldri tölublöðum tímartisns eða koma frá pennum sem hafa eitthvað spennandi til málanna að leggja á ólíkum sviðum.
Ef þú hefur sérþekkingu eða áhuga á okkar efni og langar að skrifa fyrir ibn.is, endilega sendu línu á gg@ibn.is með hugmynd eða tilbúnu efni.
Ef þín hugsjón passar okkar þá yrði þitt hlutverk að skrifa pistla um málefni sem er þér hugleikið og um leið kynna það sem þú stendur fyrir.
Því miður höfum ekki tök á að greiða fyrir efni á vefinn en vonumst til þess að þú sjáir annarskonar ávinning í því að taka þátt í þessu verðuga verkefni.
Þú færð umsögn um þig og það sem þú gerir fyrir neðan hverja grein sem þú birtir, auk tengla á þitt fyrirtæki og aðra félagsmiðla.
Þú færð góða dreifingu á skrifum þínum í gegnum vefsíðuna okkar, félagsmiðla og fréttabréf sem setur þig og þín skrif í vandað og gott samhengi.
Þú færð að sjálfsögðu glaðninga frá okkur t.d. áskrift að tímaritinu, dagatal eða náttúrukort.