ÚTILEGULÍF

Ljósmynd: Jim Golden

Íslendingar elska útilegur, enda er fátt dásamlegra en að vakna í fersku loftinu við fuglasöng. Ferðalög innanlands fela í sér mikla nostalgíu í mínum huga enda er ég alin upp við stanslaust flakk um landið þar sem skoða átti hvert einasta horn af landinu; bíllinn troðfullur af því „nauðsynlegasta“ og vegahandbókin í hanskahólfinu. Þá fannst mér ekkert betra en að sitja aftur í og syngja með kassettunum, stoppa við á mannlausum áningastöðunum og borða þar samloku með gúrku og smjöri. Í lok dags var svo markmiðið að finna besta staðinn á tjaldsvæðinu til þess að setja upp búðir, þar sem móður minni tókst á ótrúlegan hátt að töfra fram allt sem þurfti, úr agnarsmáa bílskottinu.

Sjálf hef ég þó aldrei komið mér upp rétta búnaðinum til að endurtaka leikinn eins vel og hún gerði, en nú er komið að sumrinu þar sem ég „mastera“ tjaldútileguna og því ráðfærði ég mig við vant útilegufólk og fékk að vita nákvæmlega hvað ég þarf að hafa með í för.

TÍMALÍNA

1 viku fyrir brottför

 • Taka saman allt útilegudót sem er til
 • Skrifa niður það helsta sem vantar (sjá gátlista)
 • Fá það sem upp á vantar lánað eða kaupa.

2 dögum fyrir brottför

 • Byrja að pakka öllu niður
 • Ákveða máltíðir
 • Kaupa í matinn

1 degi fyrir brottför

 • Frysta kælikubba fyrir kæliboxið
 • Hlaða raftæki
 • Undirbúa matinn og útbúa nesti
 • Athuga veðurspána
 • Raða í skottið
 • Gera lista yfir spennandi áningastaði

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTAN OKKAR TIL AÐ FÁ GÁTLISTA FYRIR FERÐALAGIÐ Í PDF FORMI

GÁTLISTI Í ÚTILEGUNA

 

 

 

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Taktu þátt í umræðunni