Ostakaka með nutella (vegan)

UPPSKRIFTIR Sólveig Eiríksdóttir LJÓSMYNDIR Hildur Ársælsdóttir

Mæðgurnar Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og flestir þekkja hana, og Hildur Ársælsdóttir, eru miklir matgæðingar og vita fátt skemmtilegra en að elda saman. Þær leggja áherslu á ljúffengan og hollan mat þar sem dekrað er við bragðlaukana. Hér eru ný uppskrift  úr smiðju þeirra, vegan ostakaka með nutella, sem gaman er að útbúa. Njótið vel!

Ostakaka með nutella
Vegan

Botn:
75g haframjöl
100 g malaðar möndlur eða hnetur
10 döðlur, smátt skornar
60 g kókosolía
½ tsk. sjávarsaltflögur

Fylling:
150 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
200 g vegan rjómaostur
250 g kókosmjólk
225 g hlynsýróp
2 msk. sítrónusafi
2 msk kókosolía
2 msk. maizenamjöl
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. sjávarsaltflögur

Á toppinn:
Vegan nutella
Fersk ber

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið þar til þetta er orðið að klístruðu deigi. Þjappið deiginu í smurt form sem er um 26 cm í þvermál og látið forbakast við 160°C í 10 mín. Látið kólna áður en þið hellið fyllingunni út í.

Hellið vatninu af kasjúhnetunum. Setjið allt sem á að fara í fyllinguna í blandara og blandið þar til allt er orðið silkimjúkt, hægt að nota matvinnsluvél. Hellið fyllingunni ofan á forbakaða botninn og bakið við 160°C í 55 mín. Látið kólna í a.m.k. 2 klst. í kæli.

Smyrjið vegan nutella ofan á ostakökuna og skreytið með ferskum berjum.

Þessi grein er úr vorblaði Lifum betur – í boði náttúrunnar 2021