Verndandi hugljúf hugleiðsla

Þessi hugleiðsla tengir vel huga og líkamana og býr þannig til meiri einingu innra með okkur. Hún umvefur okkur björtu verndarljósi og fyllir mann velllíðunar tilfinningu. Hún kallast ’White Light of Protection’ hugleiðsla á ensku.

Við byrjum á því að tóna okkur inn, kjarna okkur með því að fara með möntruna Ong Namo Gurudev Namo þrisvar sinnum.

Þá byrjum við með hendur saman fyrir framan hjarta (mynd 1), hendur fara síðan rólega upp og fram á meðan þú segir Aad Guray Nameh (eins og sést á mynd 2), til baka að hjarta þegar þú segir Jugaad Guray Nameh (mynd 1), aftur fram á Sat Guray Nameh (mynd 2) og til baka að hjarta á Siri Guru Dayvay Nameh (mynd 1). Hendur hreyfast fram og til baka á meðan þú ferð með möntruna, hægt í takt við möntruna. (Mantra eru orðin sem við notum þegar við hugleiðum).

Aad Guray Nameh

Jugaad Guray Nameh

Sat Guray Nameh

Siri Guru Dayvay Nameh
hugleidla
hugleidla

Mynd 1, byrjunarstaða, Mynd 2, hendur færast fram

Með þessari hugleiðslu þykir mér persónulega gott að styðjast við tónlist Mirabei Ceiba, lagið Aad Guray Nameh. Lagið er stutt miðað við hugleiðslulög eða rúmlega fjórar mínútur og er því mjög passlegt að klára lagið, einnig fyrir byrjendur. Margir frábærir listamenn hafa gefið út lög við þessa hugleiðslu t.d Jai-Jagdeesh á plötunni I Am Thine og er því auðvelt að velja tónlist sem hentar hverjum og einum.

Gangi ykkur vel!

Tögg úr greininni
, , , ,