Ayurveda 101

Það eru svosem engin tíðindi að við systur erum miklir jógaunnendur. Eftir því sem við köfum dýpra inn í jógað verða Ayurveda lífsvísindin okkur hjartfólgnari. Enda þar að finna hafsjó undursamlegra upplýsinga, sem eru í senn mjög flóknar en líka sáraeinfaldar. Í hinum 5000 ára vedísku ritum, sem skráð voru á Sanskrít, eru kenningar um næstum allt á milli himins og jarðar, allt frá streitu til íhugunar – um tengsl manneskjunnar við náttúruna og hvernig mismunandi árstíðir geta haft ólík áhrif lífsgæði okkar. Þarna er líka að finna fróðleik um hvernig hárfínt ójafnvægi getur jafnvel hrint af stað illvígum sjúkdómum.

Manneskja sem heild!

Þessi stórmerku reynsluvísindi horfa á manneskjuna sem eina heild og varpa líka ljósi á hugsanamynstur og líkamalega tilhneigingu, sem getur ýmist ýtt undir streitu sem verður að viðvarðandi ástandi eða hefur engin sérstök áhrif. Allt veltur á því hversu vel við skiljum hver við í raun og veru erum. Þótt ekki væri nema nema smáveigis skilningur fyrir hendi, kann það breyta miklu. Það getur nefnilega verið mjög niðurdrepandi að skilja hvorki upp né niður úr hverju við erum gerð.

Að rekja streituna upp að rót
Samkvæmt Ayurveda er t.d. ekki flókið að takast á við streitu. Vel má kæla sig niður fari maður eftir einföldum undirstöðuhugmyndum þessarra lífs- og náttúruvísinda. Málið snýr að því að rekja streituna upp að rótunum og síðan að breyta mynstrinu sem veldur streitunni.
Vesturlandabúar tala flestir um streitu sem ákveðið ástand, líkt og umferðartepppu eða eins og yfirvofandi eindaga. Ayurveda sér hlutina í öðru ljósi. Sérfræðingur í Ayurveda, Nimaj Nitai Das, starfandi læknir í Boston, segir streitu röskun á rajas, en rajas stendur ýmist fyrir ástríðu og/eða stjórnlausar athafnir. Rajas er ein af þremur gæðum heimsins, þekkt undir gunas (hitt tvennt er sattava sem stendur fyrir hreinleika og tamas sem stendur fyrir tregðu). Samkvæmt Ayurveda handritunum kemur of mikið rajas í huganum fram sem fýsn eða þrá (fíkn í verstu tilfellum). Ekki sé hægt að fullnægja þessari hvöt og því getur hún skapað stöðugt neikvætt sálrænt lund- og hátterni. Á meðan yfirspenntar manneskjur búa yfir ofgnótt af rajas, eru viðbrögð eða útrás þeirra ólík. Allt veltur það á því hvaða líkams-hugargerð hver og einn er frá náttúrunnar hendi.

Hver erum við í grunninn?
Hver líkams/hugargerð Ayurveda er kölluð dosa (við höfum aðeins fjallað um það hér). Vada stendur fyrir loft og eter, pitta eld og kafa jörð. Hvert þessarra elementa býr í okkur öllum, en þó í mismunandi hlutföllum. Algengast er að eitt sé ríkjandi en í sumum tilfellum tvennt. Mjög sjaldgæft er að öll þrjú elementin séu jöfn í byggingu okkar. Það kemur þó fyrir.
Hin ríkjandi dosa skapar það sem við erum í grunninn; hvernig líkamsbygging okkar er og hvernig við hugsum. Það hefur áhrif á allt okkar lífshlaup, allt frá því hvaða starf við kunnum að kjósa okkur, hvaða mat okkur líkar, til hvaða tegund af jóga & hugleiðslu hentar okkur. Já, þetta er heildrænn pakki!


Ertu kafa í pitta ójafnvægi?
Svo er það annað; hvernig streitan brýst fram í okkur getur verið mjög afhjúpandi. Það hefur nefnilega lítið með það að gera hver við erum grunnninn. Heldur hver dosanna í ójafnvægi lemur á okkur. Þegar við fáum útrás fyrir ofgnótt rajas, staðfestir niðurstaðan sig ýmist í vata, pitta eða kafa ójafnvægi. Gott dæmi; þegar manneskja er ríkjandi og sterk kafa í grunninn: Í eðli sínu jarðbundin, vitur, stöðug og kærleiksrík, en fer að haga eins og versta útgáfan af pitta, eða pitta í ójafnvægi, á það hreint ekki við hana.
Næsta spurning er því; hvernig vitum við ef við erum í ójafnvægi? Albest væri að komast í hendur Ayurveda læknis sem gæti skoðað viðkomandi; tungu, púls, söguna og veitt viðeigandi stuðning. En við getum líka reynt að átta okkur á stöðu mála sjálf. Þar sem hver dosa hefur sína tegund af ójafnvægi sem birtast í bæði í hugar- og líkamlegum einkennum, er mögulegt að við finnum út úr málum sjálf.

Hér eru almennt um streituviðbrögð – og lausnir fyrir hvert dosa ójafnvægi.
Hugleiddu málið og sjáðu hvort eitthvað af þessu á við þig?

Vata (ó)jafnvægið

Í sínu besta formi: Uppfullar af sköpunarkrafti og fljótar að hugsa.

Úr jafnvægi: Þráhyggja, hræðsla, áhyggjur, grennist, gnístir tönnum, svefnleysi, harðlífi.

Vinveitt fæða: Hitagefandi, eins og hrísgrjón og heilhveiti, hnetur.

Forðist: Hráfæði, salöt og þurran og loftkenndan mat eins og poppkorn (já, hráfæði hentar ekki öllum).

Lækningajurtir og ilmir: Engifer, kanill og kardimommur.

Jóga sem mælt er með: Rólegt, hugleiðsluæfingar og æfingar sem innihalda fjallið, tréð, barnið, frambeygjur og plóginn.

Fókusið á: Ujjayi öndun til að kyrra hugann.

Önnur góð ráð: Notist við mjúka tónlist og leidda hugleiðslu, t.d. af netinu. Berið heita olíu á skrokkinn áður en þið farið í sturtu og á iljarnar fyrir svefinn.

 

Pitta (ó)jafnvægið

Í sínu besta formi: Skýr, orkumikil, hnitmiðuð, vakandi, skörp og þrautseig.

Úr jafnvægi: Skapsveiflur, gagnrýnin, mígreni, magasár, bólgur í húð, sjóðheitar hendur og fætur.

Vinveittur matur: Kælandi, eins og gúrkur, melónur og döðlur.

Forðist: mikið kryddaðan og herpandi fæðu eins og chili, radísur, tómata, trönuber og greip.

Lækningajurtir og ilmir: Jasmína, lavender, og rós. 


Jóga sem mælt er með: Milt hatha, þægilegt vinyasa, endurnærandi flæðandi jóga sem inniheldur vindur og sitjandi og standandi frambeygjur. Forðist hotjóga og jóga á heitasta tíma dagsins (sorrý, hotjóga á ekki við alla).

Önnur ráð: Kælið ykkur niður . Andið inn í gegnum vinstri nös sem er kælandi og út í gegnum hægri sem gefur frá sér hita.

Kafa (ó)jafnvægi

Í sínu besta formi: Trygglynd, jarðbundin, ástrík og þolinmóð.

Úr jafnvægi: Þrjósk, dauf, þunglynd, borðar mikið og situr föst.

Vinveitt fæða: Þistilhjörtu, eggaldin, spergilkál, kirsuber, perur og trönuber.

Forðist: Sætindi, hnetur og of einhæfan mat.

Lækningajurtir og ilmir: Rósmarín og frankincense.

Jóga sem mælt er með: Hitagefandi, kröftugar hreyfingar, þar á meðal sólarhyllingin, bakbeygjur og snúningar. Gerið æfingar sem opna brjóstkassann, eins og bogann, kameldýrið og æfingar sem opna hjartað eins og fiskinn til að fyrirbyggja þunglyndi. 


Önnur ráð: Pranayama tæknin getur reynst hjálpleg, eins og Kapalabhati öndunin; öndun leidd í gegnum hægri nös (öndun inn um hægri gefur hita og út um vinstri). Chanting/söngl á vel við kafa týpur, sérstaklega ef þær þjást af deyð.

Hvort sem við erum ríkjandi vata, pitta eða kafa getur ójafnvægi haft mikil áhrif á okkur. Stilling á einni dosunni getur íþyngt annarri. Hvaða skref sem við stígum, ættum við að stíga varlega til jarðar því það er vænlegra að rétta úr sér á rólegan máta, en með miklum látum. Þannig eru meiri líkur að allar dosurnar nái að vinna úr málum í sameiningu.

Ps: Til að öðlast innsýn inn hvernig við erum uppbyggð í grunninn er mikilvægt að læra inn á úr hvaða dosum við erum sett saman og hver þeirra er ríkjandi. Hér er einfalt og gagnlegt dosa próf: (http://www.yogajournal.com/health/2630).

Heimildir:

yogajournal.com
Ayurvedic Medicine, The Gentle Strength of Indian Healing. Höf: Heyn Birgit. Útg: 1987 af Thorson Publising Group.

Systrasamlagið á Instagram

Tögg úr greininni
, ,