Bananapönnsur – uppskrift

Þegar kemur að þessum bragðgóðu bananapönnsum þá er ég öfgakona. Ég elska að búa þær til og segja fólki frá þeim. Ég er í rauninni búin að vera í all svakalegri kynningarherferð á þessum pönnsum í nokkur ár. Það var bardagamaður í Mjölni sem sagði mér frá þessari uppskrift sem hefur heldur betur vakið lukku meðal vina og kunningja, en þetta er einfaldasta pönnsu uppskrift í heimi og einnig sú besta, að mínu mati.

Og þið þurfið einungis banana og egg…. ekkert annað!

INNIHALD

1 banani

2 egg

1 matskeið kókosolía

AÐFERÐ

Veldu banana sem er vel þroskaður, taktu af honum hýðið og stappaðu honum í skál. Blandaðu eggjum við og hrærðu vel þar til blandan er orðin að þunnu degi. Leyfðu kókosolíu að bráðna á pönnu undir meðal háum hita og helltu deginu á pönnuna í þrjár litlar pönnsur. Snúðu þeim við þegar þær hafa bakast öðru megin og leyfðu þeirri hlið að verða gullbrún. Þá eru þær tilbúnar og smakkast mjög vel með sýrópi, hnetusmjöri og kókosmjöli.

DSCF7508

Tögg úr greininni
, , , ,

1 athugasemd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.