Hollar og sætar súkkulaðibitakökur Júlíu

IMG_1995-2

Vegan, sykurlausar, glútenlausar. Dásamlegar súkkulaðibitakökur fyrir jólin sem valda engum vonbrigðum.

Þú trúir varla að þessar séu hollar:

1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir

1 1/4 bolli möndlumjöl

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. vínsteinslyftiduft

1/2 tsk. salt

1/2 bolli + 1 msk ófuolía

1/4 bolli hunang

4-6 dropa steviu

1 tsk. vanilludropar

1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra

  1. Forhitið ofn við 180°C .
  2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður hveitiáferð. Sameinið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál.
  3. Sameinið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál.
  4. Sameinið blautu blönduna í litlu skálinni við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættu við söxuðu súkkulaði.
  5. Takið deigið með matskeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr þeim með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli þeirra.
  6. Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofninum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna.

Verði ykkur að góðu!

Júlía heilsumarkþjálfi

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2017

NÝTT Dagatal fyrir árið 2017 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Skrifað af

Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Sækja má uppskriftir af hrákökum og sætum molum frá Júlíu með ókeypis rafbók hennar. Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi. Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með 5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía vinnur einnig að uppskriftabók sem kemur út 2016.

Taktu þátt í umræðunni