Íspinnar með kókos og jarðaberjum

ispinnar

Það er fátt meira hressandi en ískaldur íspinni á sólríkum degi sem bráðnar í munninum og kætir bragðlauka og skap.

Þessi 17.júní ís er svolítið þannig. Hann hefur rjómakennda áferð líkt og úr kúamjólkurís og gefur sætleika frá ferskum íslenskum berjum. Algjör draumur!

Þessi íspinni er laus við unninn og hvítan sykur og mjólkurafurðir og hægt er að útbúa vegan ís með því að skipta út hunangi fyrir hlynsíróp.

Ég vel alltaf hrein hráefni jafnvel þegar ég útbý sætubita, eins og í uppskriftinni af súkkulaði fudge og fleiri ómótstæðilegum hér. Kemur það flestum á óvart hversu sætt og ljúft það er hægt að hafa það án sykurs!

Sælgætis íspinnar með jarðaberjum og kókos 

Ísinn:

½ bolli kókosmjólk

¼ bolli kókosmjöl (einnig má nota möndlu- eða hnetumjólk)

2-3 tsk hunang eða hlynsíróp

stevia með vanillubragði eða vanilludropar (einnig má nota piparmyntudropa)

Ávextir:

Fersk íslensk jarðaber

Fersk íslensk bláber

  1. Setja  innihaldsefni fyrir ísinn í skál eða blandara og hrærið saman.
  2. Raðið ávöxtum í formin
  3. Hellið yfir í íspinnaform upp að 3/4. Setjið íspinna og frystið yfir nóttu.

 

DSC_8840

Nokkur hollráð fyrir íspinnagerð:

  • Skiptu út berjum fyrir kiwi, mangó, hindber, banana, melónu eða ferskjum.
  • Bættu við 1/2 msk chia fræjum
  • Bættu við 1 msk kakó fyrir súkkulaði draum! namm!

Ég fékk þessi ísbox í byggt og búið og pinnana í Sostrene Grene!

DSC_8838

Ef þér líkaði greinin deildu áfram á facebook með vinum, samstarfsfélögum eða  hverjum þú telur vilja svala þorstanum með þessum sykurlausa ís!

Þar til næst

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s  Þarftu á hreinsun að halda?

Ég tek reglulega hreinsun og finn vellíðan sem fylgir því. Taktu hreinsunarprófið hér og tryggðu þér ókeypis matseðill fyrir 1 dag í saðsamri hreinsun. Með skráningu færðu tækifæri á að vera með í  5 daga hreinsun mína sem kemur þér í bikiniformið fyrir sumarið.

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2017

NÝTT Dagatal fyrir árið 2017 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Skrifað af

Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Sækja má uppskriftir af hrákökum og sætum molum frá Júlíu með ókeypis rafbók hennar. Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi. Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með 5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía vinnur einnig að uppskriftabók sem kemur út 2016.

Taktu þátt í umræðunni