Drykkur – sem bragðast eins og jólin

enhanced-15441-1449147178-1

Það líkist ekkert á við góðan drykk sem bæði lyktar og bragðast eins og jólin og þú veist að þú getur drukkið með góðri samvisku. Þessi dásamlegi „boost“ gefur öll þau góðu brögð sem piparkökur innihalda, og tryggir að þú komist í jólaskapið. Til viðbótar við bragðið styður hann við þyngdartap og gefur þér góða næringu.

Kanil hjálpar til við að stjórna blóðsykri og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum. Hann hjálpar einnig til gegn uppþembu og styður við losun á kviðfitu.

Engifer hjálpar meltingunni og hjálpar til gegn bólgum í líkamanum. Það eru fleiri frábær innihaldsefni í drykknum eins og kardimommur, sem er frábært fyrir hreinsun líkamans.

Kókosmjólkin í uppskriftinni getur einni stutt við þyngdartap þar sem uppbygging kókoshnetunnar gerir okkur auðveldara fyrir að brenna henni í orku. Einnig er kókosmjólkin góð fyrir meltingu og hjálpar okkur að upplifa orku og seddu yfir daginn.

 Piparkökubústið

    1 dós kókosmjólk

    2msk möndlusmjör

    ¼ tsk kanil

    ¼ tsk engiferkrydd

   2-4 dropar steiva eða  1 tsp hlynsíróp/hunang/agave/

    ¼ tsk múskat

    ¼ tsk muldar kardimónur  ground cardamom

    1 bolla ísmolar

    ½ frosinn banani

 AÐFERÐ:

Setjið allt í blandara og hrærið þar til vel sameinað. Neytið sem búst eða setjið í skál og borðið með skeið. Njótið.

Fyrir fleiri uppskriftir af sætubita og hrákökum má sækja ókeypis rabók Júlíu á heimasíðu www.Lifdutilfulls.is

Gleðileg jól!

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 www.lifdutilfulls.is

Screen Shot 2015-12-15 at 4.42.43 PM

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2017

NÝTT Dagatal fyrir árið 2017 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Tögg úr greininni
, , , , ,
Skrifað af

Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Sækja má uppskriftir af hrákökum og sætum molum frá Júlíu með ókeypis rafbók hennar. Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi. Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með 5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía vinnur einnig að uppskriftabók sem kemur út 2016.

Taktu þátt í umræðunni