Kartöflu- og blaðlaukssúpa

UPPSKRIFT Helga María Ragnarsdóttir

Ég er mikill aðdáandi máltíða sem tekur ekki langan tíma að búa til. Stór pottur, nokkur innihöld og stuttur undirbúningstími og ég er ánægð! Á köldum rigningardegi eru súpur og pottréttir í uppáhaldi. Fyrir nokkrum vikum smakkaði ég kartöflu- og blaðlaukssúpu sem var toppuð með vegan “sýrðum rjóma” og linsubaunum sem ég varð að reyna að búa til sjálf. Hér er afraksturinn.

Kartöflu- og blaðlaukssúpa

KARTÖFLU- OG BLAÐLAUKSSÚPA

8 litlar kartöflur, skrældar og skornar í diska
1 miðlungs blaðlaukur skorin í hæfilega bita
1 gulur laukur, skorin smátt
1 matskeið frosin steinselja
1 teningur af grænmetiskrafti
1 líter af vatni
250 ml vegan matreiðslurjómi
nokkrir dropar af sesam olíu
salt og pipar eftir smekk

Kál eða spínat er góð viðbót.

Ef þú ert í stuði fyrir brauðmeti þá er um að gera að baka hvítlauksbrauð og hafa með.

Ef þú finnur hvergi vegan sýrðan rjóma þá getur þú búið til þinn eigin úr kasjúhnetum eða bara sleppt honum. Súpan er smakkast samt dásamlega.

  1. Settu stóran pott á miðlungs hita.
  2. Þegar hann er orðinn heitur settu þá smá olíu eða vatn, kartöflurnar, blaðlaukinn og laukinn. Eldaðu í fimm mínútur og hrærðu reglulega.
  3. Bættu við grænmetiskrafti, vatni, salti og pipar.
  4. Leyfðu súpunni að koma upp að suðu og lækkaðu svo hitann og leyfðu að malla í 15 mínútur.
  5. Bættu við matreiðslurjómanum og sesam olíunni og leyfðu að malla í 10 mínútur.
  6. Notaðu töfrasprota eða settu súpuna í blandara til að mauka. Mér finnst gott að hafa hana vel maukaða en einnig gott að hafa nokkra bita með.
  7. Smakkaðu og kryddaðu til. Kannski viltu meira af sesam olíu eða steinselju. Eldaðu í nokkrar mínútur til viðbótar á miðlungs hita.
  8. Skreyttu loks með vegan sýrðum rjóma og linsubaunum og berðu fram!
 
Kartöflu- og blaðlaukssúpa

Það tekur innan við klukkutíma að búa til súpuna. Þannig eiga góðar uppskriftir að vera, ekki satt? Vonandi smakkast hún vel!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.