Morgunvenjur Gitte í Heilsumeistaraskólanum

Við höldum áfram með fasta liðinn okkar morgunvenjur sem hefur fengið frábær viðbrögð. Það er greinilegt að við viljum öll betrumbæta morgnanna okkar með því að gefa okkur nægan tíma og næra okkur vel. Þennan mánudagsmorgun er það Gitte Lassen, skólastjóri Heilsumeistaraskólans sem segir okkur frá því hvernig hún byrjar daginn. 

Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnanna?

Ég vakna klukkan hálfsjö eftir um átta til átta og hálfs tíma svefn við vekjarann í símanum mínum. Með því að taka daginn svona snemma hef ég einn klukkutíma í rólegheitum út af fyrir mig áður en ég vek son minn til að fara í skólann.

Hvernig eru morgunvenjurnar?

Þennan fyrsta klukkutíma tíma nota ég til að drekka bolla af eplaediki blönduðu með hunangi, ég tek smávegis af nettlufræjum og matskeiðGitte Lassen af beepollen áður en ég útbý grænt te. Síðan skrifa ég niður hugleiðingar mínar í morgundagbók, eins og Julia Cameron segir frá í The Artist‘sWay, en það hef ég gert daglega í nokkur ár. Ég drekk teið um leið og ég skrifa og síðan nota ég tímann til að hugleiða um stund. Ég veit ekki betri leið til að byrja daginn. Ef ég hef ekki þessa næðisstund finnst mér dagurinn byrja of hratt og þá næ ég ekki alveg nógu góðu jafnvægi það sem eftir lifir dags. Ég tek bætiefni í duftformi en það er náttúrulegt og úr lífrænt ræktuðum jurtum, stundum fæ ég mér sítrónuvatn eða hvað sem líkaminn þarfnast hverju sinni.

Hvað hjálpar þér að halda þessum venjum?

Ég er ánægð með hvað mér líður vel þegar ég byrja daginn á að hugsa vel um sjálfa mig. Mér líður betur þegar ég held mig við þessa morgunrútínu. Þegar ég hef mikið að gera í vinnunni eða ferðast mikið finnst mér alltaf gott að komast í rútínuna á ný.

 

Tögg úr greininni
, , ,