Sex vinsælustu vörur Rapunzel

Þýska fyrirtækið Rapunzel sem er þekkt fyrir frumkvöðlastarfsemi, ræktun og framleiðslu á lífrænum vörum er fyrirtæki mánaðarins á ibn.is. Áhugi fyrir lífrænum vörum fer stöðugt vaxandi hér á landi en Rapunzel er meðal þeirra merkja sem við höfum þekkt og notað hvað allra lengst á því sviði. Hér fyrir neðan deilum við með ykkur sex vinsælustu vörunum frá Rapunzel sem hafa slegið í gegn hjá landanum og líka hjá okkur. Vörurnar eiga það ekki einungis sameiginlegt að vera lífrænar heldur eru þær líka einstaklega bragðgóðar og hægt að nýta á marga vegu, hvort sem það er í matargerð, sem millimál eða eftirréttur.

Nr 1. 85% vegan súkkulaði

Þetta súkkulaði sést ansi oft á skrifstofu Í boði náttúrunnar og margir sem við þekkjum fá ekki nóg af því. Sjúklega gott súkkulaði sem er ekki eins biturt og mörg önnur sem innihalda svona mikið kakó 

1

Nr 2. Crispy mjólkursúkkulaði

Þetta súkkulaði hefur verið í uppáhaldi landans lengi, enda er það mjög gott. Það er krispí og bráðnar í munninum… mmmm!

2

Nr 3. Hvítt súkkulaði m/kókos

Lífrænu sætindin frá Rapunzel hafa greinilega slegið í gegn hér á landi. Hvítt súkkulaði með unaðslegu kókosbragði, gott eitt og sér og í bakstur og eftirrétti.

3

Nr 4. Þurrkað mangó 

Þetta mangó er ótrúlega gott og slær á sykurlöngun. Hollt og gott snarl, enginn viðbættur sykur

4

Nr 5. Sólblómasmjör vegan 

100% vegan smjör sem er gott á brauð og í bakstur en hentar síður til steikingar. Bragðið er virkilega gott.

5

Nr 6. Döðlusíróp 

Meiriháttar nýjung sem á sér enga hliðstæðu, eingöngu búið til úr döðlum (75%) og vatni (25%) og er gott í bakstur, te, út á pönnsur og vöfflur, út á jógúrt, í eftirrétti, í smoothie og svona mætti lengi telja.

6

 

Rapunzel vörur fást meðal annars í Víði, Fjarðarkaup, Nettó og Hagkaup.

MEIRA RAPUNZEL:

Fáðu uppskrift af heilsusamlegum lífrænum spagettírétti HÉR

Fáðu uppskrift af lífrænum andlitsmaska HÉR

Tögg úr greininni
, , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.