FRÁ GRUNNI: Kasjúhnetuostur

Frá grunni er fastur liður í tímariti Í boði náttúrunnar þar sem við hvetjum fólk til að búa til ýmsan mat, sósur og meðlæti frá grunni sem oft er keypt tilbúið. Í nýjasta ritinu varð gómsætur kasjúhnetuostur fyrir valinu.

Kasjúhnetuostur

Innihald

Í eina ostakúlu

1 bolli kasjúhnetur, ósaltaðar

2 matskeiðar sítrónusafi

2 matskeiðar næringarger

2 matskeiðar kókosolía

2 matskeiðar eplaedik

1 hvítlauksrif

1/4 teskeið salt

Aðferð

  1. Byrjaðu á að láta hneturnar liggja í vatni í fjóra tíma eða sjóddu þær í 10 mínútur þar til þær verða mýkri.
  2. Taktu vatnið af hnetunum og settu í matvinnsluvél með öllu innihaldinu og blandaðu vel þar til allt er orðið mjúkt og rjómakennt, ef þér finnst vanta örlítinn vökva settu þá smá vatn saman við. Ef þú vilt blanda kryddjurtum við þá er gott að bæta því við í lokin og blanda saman í smástund.
  3. Finndu til skál eða mót sem er í laginu eins og þú vilt hafa ostinn og settu ostamixtúruna ofan í. Settu eitthvað þétt yfir ílátið og inn í frysti í klukkutíma eða í nokkra tíma inn í ísskáp.
  4. Skreyttu ostinn, til dæmis með þurrkuðum trönuberjum, sem eru góð viðbót við bragðið. Þá er osturinn tilbúinn til að bera fram og geymist í ísskáp í vel lokuðu íláti í 1-2 vikur.
Tögg úr greininni
, ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.