Um okkur

SAGAN

Í boði náttúrunnar er uppspretta hugmynda fyrir þá sem leitast eftir innihaldsríkara lífi í takt við náttúruna.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR er útgáfa með hugsjón sem gefur út tímaritið Í boði náttúrunnar, Græna Fríðindakortið, HandPicked Iceland ferðabæklinga og heldur árlega viðburðinn Friðsæld í febrúar

Útgáfu ævintýrið byrjaði haustið 2009 þegar við byrjuðum með útvarpsþátt á RÚV sem við kölluðuðum Í boði náttúrunnar. Þátturinn var í spilun hjá RÚV í þrjú sumur og var um matjurtarækt og sjálfbært líf á Íslandi sem reyndist þakklátt efni í byrjun kreppunnar þar sem lífið var ekki lengur í boði bankanna! Ef svo má að orði komast.

Eftir fyrstu þáttaröðina þar sem við flökkuðum á milli garða og landshluta og kynntust fjölda af áhugaverðu fólki ákvað ég að þetta væri það sem ég vildi gera, þ.e. að vinna með náttúruna í víðum skilningi, taka heildræna nálgun á grænum lífstíl og öllu því sem okkar einstaka náttúra hefur uppá að bjóða. Sumarið 2010 kom út fyrsta eintakið af tímaritinu af Í boði náttúrunnar. Tímaritið kemur út þrisvar á ári og er markmiðið að veita innblástur og fróðleik sem tengir okkur betur við náttúruna á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, fá fólk til að hugsa um það hvernig við nýtum hana og njótum og um leið stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði bæði hjá okkur og náttúrunni.

Nýjasta viðbótin okkar er þessi langþráða vefsíða, www.ibn.is, sem fór í loftið í þessari mynd í febrúar 2014. Vefsíðan gefur okkur frekari tækifæri til að búa til samfélag, miðla efni sem við teljum skipta máli og er mikilvægur hlekkur í þeirri hugafarsbreytingu sem er að eiga sér stað varðandi umhverfismál og náttúrulegar leiðir að andlegri og líkamlegri heilsu.

Ég er ófeimin að segja að Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR er útgáfa með hugsjón.  Auk ofangreindra atriða gefum við út ferðakort fyrir útlendinga og Íslendinga sem við köllum á ensku HandPicked – Iceland. Þar handveljum við upplifanir sem við teljum einstakar, sjálfbærar og ekta íslenskar. Einnig gáfum við út barnablað sumarið 2013 tímaritið Krakkalakkar –  tímarit fyrir litla snillinga. Við viljum líka búa til samfélag og standa fyrri viðburðum en við höfum tekið þátt í barnamenningarhátíð þar sem við vorum með fjölskyldu viðburði í Heiðmörk. Við komum einnig á fót viðburðinum Friðsæld í febrúar sem er ætlað að kynna hugleiðslu fyrir almenningi og veita fræðslu um ávinning slíkrar ástundunar. Græna Fríðindakortið er nýjasta viðbótin við fjölskylduna en tilgangur þess er að gera heilbrigðan og grænan lífstíl hagkvæmari, þar sem 32 græn fyrirtæki veita afslátt. Margt fleira er í pípunum sem á eftir að líta dagsins ljós síðar.

Ég vona að sem flestir sjái ástæðu til þess að fylgjast með okkur hér á vefnum og/eða kaupa tímaritið og taka þannig þátt í mikilvægri vitundarvakningu og stuðla að áframhaldandi innblæstri og jákvæðum áhrifum á samfélagið okkar.

Guðbjörg Gissurardóttir

——————————————————–

VILTU SKRIFA FYRIR VEFINN? SMELLTU HÉR

VILTU AUGLÝSA HJÁ OKKUR? SMELLTU HÉR 

TILNEFNING TIL FJÖLMIÐLAVERÐLAUNA 2013

fjölmiðlaverðlaun

STARFSMENN

Guðbjörg Gissurardóttir: Stofnandi, ábyrgðarmaður, listrænn stjórnandi og auglýsingastjóri – gg(hjá)ibn.is  _ SÍMI: 8615588

Dagný Gísladóttir: Ritstýra tímaritsins og vefritstýra – dagny(hja)ibn.is

Jón Árnason: Ljósmyndun – jonsi(hja)ennemm.is

Bergdís Sigurðardóttir: Hönnun / uppsetning tímarits

Hildur Finnsdóttir: Prófarkalestur

Einnig starfa fyrir ÍBN Sjálfstætt starfandi blaðamenn og annað hæfileikaríkt fólk.

Heimilisfang:

Í boði nátturunnar
Elliðavatni
110. Reykjavík

STARFSNÁM Í BOÐI fyrir nema í fjölmiðlun, hönnun, viðskiptafræði, ferðamálafræðum o.fl.