25 áminningar um að þú nýtur velgengni

Ef það er eitthvað sem við eigum flest öll sameiginlegt er að við gerum óraunhæfar kröfur á okkur sjálf. Mig langar til þess að minna þig á litlu sigrana sem eiga sér stað á hverjum einasta degi og að yfir heildina litið ertu á góðri leið með að tækla lífið eins og það kemur. Mikilvægt er að staldra við, skoða hvar við erum stödd og sjá breytingarnar sem hafa orðið á lífinu til hins betra. Hér fylgja 25 áminningar um að þú ert að lifa nokkuð góðu lífi og hafðu í huga að vera stolt/stoltur af sjálfri/um þér fyrir litlu hlutina sem þú tekur ef til vill sem sjálfsögðum hlut.

 1. Samskipti þín og sambönd við aðra eru laus við alla dramatík.
 2. Þú átt kannski minni peninga á milli handanna en áður en lífið þitt er mun ánægjulegra og einfaldara.
 3. Þú hræðist ekki að biðja um aðstoð og stuðning frá öðrum þegar þú þarft á því að halda.
 4. Dvalarstaður þinn er nærandi og þér líður vel heima hjá þér.
 5. Þú hefur hækkað kröfur þínar um gæði samskipta og lífsins.
 6. Þú sleppir auðveldlega tökunum á fólki sem lætur þér líða illa.
 7. Þú átt augnablik þar sem þú kannt virkilega að meta manneskjuna sem þú sérð í speglinum.
 8. Þú ert í stöðugri vinnu að losna við þinn innri dómara og ert meðvitað að temja þér jákvæðari hugsanir.
 9. Reynslan hefur kennt þér að þau mistök sem þú gerir og þau áföll sem þú verður fyrir eiga þátt í því að gera þig að sterkari og þroskaðari einstakling.
 10. Þú hefur stuðningsnet af fólki sem kann að meta þig og myndi gera hvað sem er fyrir þig.
 11. Þú færð reglulega að heyra frá fjölskyldu, vinum og/eða maka hversu mikið þau elska þig.
 12. Þú hefur sætt þig við það sem þú færð ekki breytt og breytt því sem þú getur ekki sætt þig við.
 13. Þú ert lausnamiðaður einstaklingur sem kvartar sjaldan.
 14. Þú tekur foreldrum þínum eins og þeir eru og kennir þeim ekki um hvernig lífið þitt hefur spilast út. Þú tekur fulla ábyrgð á lífi þínu sem fullorðin einstaklingur og skilur að þau gerðu sitt besta.
 15. Álit annarra skiptir þig litlu máli.
 16. Þú samgleðst þínum fyrrverandi mökum þegar þeir halda áfram með lífið sitt.
 17. Þú getur auðveldlega samgleðst yfir velgengni annarra.
 18. Þú leyfir þér að fara í gegnum allar þær tilfinningar sem þú finnur fyrir og þú átt auðvelt með að deila þeim með öðrum.
 19. Þú hefur fundið þínar ástríður og lætur drauma þína rætast.
 20. Þú getur tekið við hrósi frá öðrum án þess að véfengja það eða ofmetast. Þú veist einfaldlega hver þú ert.
 21. Þú finnur fyrir tilhlökkun fyrir því sem framundan er.
 22. Þú hefur sett þér raunhæf markmið sem hafa ræst.
 23. Þú finnur fyrir samkennd með öðru fólki.
 24. Atvinna þín skiptir þig virkilegu máli.
 25. Þú getur elskað aðra af meiri dýpt en áður og hefur opnað fyrir því að taka á móti ást til baka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.