Fimm heimildarmyndir um heilsu (sem þú ættir að sjá)

Margar fæðutegundir sem framleiddar eru í Bandaríkjunum og víðar eru fullar af eiturefnum og efnum sem við vitum ekki enn hvaða áhrif geta haft. Því miður eru alltof margir að borða næringarsnauðan mat sem er búin til á tilraunastofu en ekki í náttúrunni eða mat sem er látinn vaxa hraðar en eðlilegt telst með vafasömum aðferðum.

Þessu er oft lýst skilmerkilega í heimildarmyndum um mataræði og matariðnaðinn í heimunum. Sumar af þeim hafa hjálpað fólki að breyta til og fara að hugsa betur um sig og sitt nánasta umhverfi. Hér eru 5 heimildarmyndir sem munu láta þig endurskoða ýmisslegt sem þú heldur um mat og heilsu:

1. FOOD INC.

https://youtu.be/5eKYyD14d_0

Þegar þessi mynd var frumsýnd árið 2009 kom hún áhorfendum í opna skjöldu. Í myndinni sviptir Robert Kenner hulunni af matarframleiðsu í heiminum. Við sjáum stórfyrirtæki fara illa með starfsmenn, dýr og náttúruna og myndin minnir okkur á að valið er í höndum neytandans. Veljum betur. Hægt er að horfa á hana í heild sinni á youtube

2. FORKS OVER KNIVES

Þetta er mynd sem getur breytt lífi þínu. Í myndinni “Gaflar framyfir hnífa” er rannsakað hvernig mataræði tengist sjúkdómum og hvort að við getum minnkað hættu á þeim með breyttu mataræði og jafnvel snúið þeim tilbaka!

3. FOOD MATTERS

Þessi mynd fjallar um hvernig matarframleiðsla í heiminum hefur spillst og að það sé stærsti þátturinn í lélegri heilsu Ameríkana (og fólks á vesturlöndum yfirhöfuð). Í myndinni er skoðað sambandið á milli næringarskorts í velmegunarsamfélagi og aukningu á heilsufarsvandamálum. Myndin varpar fram spurningunni um hvort að við séum í raun að eitra fyrir okkur.

4. HUNGRY FOR CHANGE

Þessi heimildarmynd skoðar vinsælan mat og drykk á markaðnum í dag, segir okkur hræðilegan sannleikann um leyndan sykur og krabbameinsvaldandi efni sem finna má í ýmsum mat. Tekin eru viðtöl við helstu heilsugúrúa í heimi sem segja sykur, koffín, gerivisykur og fleiri efni vera þau sem eru að gera okkur veik og orkulaus. Þessi mynd  útskýrir vel hvernig hægt er að breyta til og verða heilsusamlegri. Byrjaðu strax í dag!

5. FAT, SICK AND NEARLY DEAD

Þessi heimildarmynd fylgist með þegar Joe Cross reynir að fá heilsu sína tilbaka. Í byrjun myndarinnar er hann alltof  þungur með áunninn sjúkdóm og líkama fullan af sterum. Cross ákveður að borða einungis ávaxta- og grænmetisdjúsa í 60 daga samfleytt og athuga hvað gerist. Í myndinni tekur hann meira en 500 viðtöl við Ameríkana um mat og hittir sérstakan einstakling á leiðinni sem fer á endanum sömu leið og hann. Falleg mynd og hvetjandi. Horfðu á hana í heild sinni hér