Piparmyntu-avókadó nammi

Það er um að gera að leyfa sér smá nammi um helgar, sem er samt hollt, glúteinlaust og gott!

BOTN
2 1/2 dl möndlur
2 1/2 dl döðlur
1 msk kakóduft

MYNTUFYLLING
1 avókadó
3 msk fljótandi kókosolía
2-3 msk hlynsíróp
1 banani
 1/2 tsk vanilla extraxt eða (eða dropar)
piparmyntuolía (eða dropar)  smá salt

SÚKKULAÐI
3 msk kakóduft
3 msk fljótandi kókosolía
2 msk hlynsíróp

  1. Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvélina og búið til deig. Ef döðlurnar eru ekki mjúkar er gott að leggja þær í bleyti í volgt vatn í ca. 15 mín.
  2. Setjið bökunarpappír í form sem er 18x18cm innanmál (8×8-inch) og pressið deigið ofan í.
  3. Búið síðan til mjúku, grænu fyllinguna í matvinnsluvél og hellið í formið ofan á botninn. Ég læt kókosolíukrukkuna standa í heitu vatni til að fá hana fljótandi.
  4. Setjið inn í frysti í ca. 30 mínútur.
  5. Gerið súkkulaðið klárt með því að hella öllu í skál og hræra vel saman. Hellið því svo yfir og setjið í frysti. Ef botninn og græna fyllingin eru mjög köld (alveg frosið) þegar þið hellið súkkulaðinu yfir þá harðnar það mjög fljótt. Þannig að þið þurfið að vera svolítið snögg að ná því yfir allt.
  6. Þegar þið berið þessa dásemd fram er gott en alls ekki nauðsynlegt að láta hana þiðna í ca. 10-20 mínútur áður. Mér finnst reyndar best að borða þetta ískalt.

Ég sá þessa uppskrift í bók sem heitir Rawsome Vegan Baking og leist svo vel á að ég ákvað að prófa. Ég var ekki illa svikin og Edda mín 12 ára elskar hreinlega þetta nammi. Ég nota Young Living piparmyntuolíu og þá þarf ég ekki svona mikið heldur ca. 5 dropa því þeir eru sterkir. Það er hægt að nota hvaða piparmyntuolíu sem er, jafnvel piparmyntu extract. Prófið ykkur bara áfram. Ég bara elska Young Living vörurnar og finnst svo mikil snilld að nota þær í matargerð því ekki skemmir fyrir að þær hafa ákveðinn undrakraft.

VALDIS

 

1 athugasemd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.