Bravó avocadó!

Eitt best geymda leyndarmál sumarsins er án efa avocadó (lárpera). Þó að við fáum gott avocadó árið um kring er sumarið uppskerutími þess og því ættum við nú að borða eins mikið af avocadói og við mögulega getum. Avocadó er stútfullt af próteinum, trefjum, andoxunarefnum, fitusýrum, fólínsýru og svo hefur verið sannað að avacadó vinnur gegn hungri og heldur húðinni ungri. Þess vegna er avocadó í miklu uppáhaldi í Systrasamlaginu. Sérstaklega lífrænt Hass avocadó.

Orkuver næringar

Avocadó geymir gnótt af gæðavítamínum, eins og C, E og K-vítamínum, fosfór og fólínsýru en öll þessi vítamín eru okkur lífsnauðsynleg. Auk þess sem avacadó er sérlega gott fyrir barnshafandi konur vegna ríkulegs fólínsýruinnihalds. Þá er líka kalk og magnesíum í avacadói, járn og A-vítamín og auðvitað engin transfita. En góður skammtur af omega 3 og 6. Þetta er ástæðan fyrir því að avacadó er í hópi næringarríkustu fæðu sem fyrirfinnst í náttúrunni.

Bólgueyðandi ofurfæða

Vísindalegar rannsóknir styðja að avocadó er bólgueyðandi. Það stafar m.a. af samsetningu fitusýranna. Í raun er fitsýruinnihaldið í avacadó alveg einstakt, sérstaklega í lífræna Hass avocadóinu, sem við notum eingöngu í Systrasamlaginu. Hass avocadóið geymir á bilinu 18 til 20 % einómettaðra fitusýra, sem er einstakt í náttúrunni. Á meðan aðrar tegundir innihalda gjarnan á bilinu 3 til 5 % fitu. Fitusýrurnar í avocadói fara löturhægt í gegnum meltinguna og halda blóðsykrinum í jafnvægi. Það er meðal annars þess vegna sem það heldur okkur svona lengi frá hungri.

Önnur ástæða þess að avocadó er jafn bólgueyðandi og raun ber vitni er það inniheldur einnig mikið magn karótenóíða. Það liggur sérstaklega dökkgræna hluta þessa magnaða grænmetis. Þeim hluta sem má segja að liggi milli skins og hörunds. Þannig að passið alltaf að skafa allt góðgætið innan úr innan úr hýðinu. Þarna liggur mikið magn karótenóíða úr m.a. beta-karótíni og lúteni.

Gegn öldrun húðar

Þá má líka geta þess að avodadó er eitt besta “yngingarmeðalið” sem náttúran hefur fram að færa. Vegna frábærs fitusýruinnihalds viðheldur hún raka húðarinnar innan frá sem kemur í veg fyrir hrukkumyndun. Þetta er líka rakið til kolvetnis í avocadói sem nefnist D-manno-heptulose sem styrkir húðþekjuna með því að örva kollagen í húð.

 

Nokkrar leiðir til að nota avacadó?
Vinsældir avocadó hafa verið vaxandi í heiminum og eru enn að vaxa. Á meðan margir nota það í salöt hafa aðrir notað það í drykki, kökur og búðinga og líka íspinna:

 

Guacamole er frábær leið til að borða avocadó. Sumir setja saman avocadó, hvítlauk, salt og pipar og aðrir bæta við tómötum, paprikum, jurtum og kryddum. Við í Systrsamlaginu bjóðum reglulega upp á okkar útgáfu af guacamole sem er sett saman úr avocadói, tömötum, chili, limónu, kóríander og salti og pipar og er mjög frískandi.

Salatdressing. Það er frábær leið að bæta avocadó út í salatdressinguna til að gera hana meira djúsí. Góð viðbót í nánast hvaða salatdressingu sem er.

Ítalskt brauð: Gott er að rista súrdeigsbrauð á pönnu upp úr hvítlauk og olíu. Smyrið avocadói yfir. Saltið og piprið. Ómótstæðilega gott.

Eftirréttir: Það er magnað að nota avocadó sem undirstöðu í góðan eftirrétt. Hér er góð uppskrit að Raw búðingi

Þeytingar: Við systur notum lífrænt Hass avocadó í margra af okkar þeytingum, sem gera þá allt í senn næringarríkari, saðsamari og rjómakenndari og bara betri. Má þar nefna okkar vinsælu Förefnagræna, Fagurgræna og súkkulaði/prótein þeytinganna.

Frábærlega bragðgóðir íspinnar – uppskrift

2 lítil lífræn Hass avocadó
1 bolli kókosmjólk
1/3 bolli hunang
1 tsk vanilla
1/3 bolli bragðgott og lífrænt hrákakó

Hreinsið avocadóið og fjarlægið steininn. Setjið kjötið í blandara og hrærið uns það er silkimjúkt. Setjið allt hitt út í og blandið mjög vel. Hellið í íspinnaform og frystið í 2 klukkustundir eða yfir nótt. Ætti að duga í sex íspinna.

Í hverjum skammti eru um 190 hitaeiningar, 3 g af próteini, 14 g fita, 8 g af mettaðri fitu, 19 g af kolvetnum, 4 g af trefjum og 9 mg af natríum.

Fyrir forvitnissakir: Þá eru elstu heimildirnar um avocadó að finna í helli í Puelba í Mexíkó og eru þær taldar vera frá því 10.000 fyrir krist. Tvær helstu tegundirnar af avacadó í heiminum í dag eru Hass avocadó og Flórída avacadó. Hass avacadóið (það næringarríkara) er nefnt í höfuðið á Rudolph Hass sem sem fann lausn á því hvernig rækta mætti avacadó á býli.

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Tögg úr greininni
, ,