5. orkustöðin – Sannleikurinn er næring skjaldkirtilsins

Blávatn og sölvi síðdegis er frábær næring. Ljósmynd er úr bók Áslaugar Snorradóttur Íslensk ofurfæða villt og tamin.

Fyrir hálsstöðina sem er blá mælum við með afar einföldum drykk. Vatni með sölvum sem tengir saman frumefnin jörð og vatn. Minnug þess að allur matur, drykkir og loft fara í gegnum hálsstöðina.

Þari /söl er frábær en vanmetinn náttúruauðlind fyrir t.d. joð sem gjarnan vantar í nútímafæði og er mjög þýðingarmikið fyrir skjaldkirtilinn. Við systur erum í miklum vangaveltum með að hvort íslensku sölin geti á einhvern hátt leyst himalayasaltið af hólmi. Komið sterkar inn sem steinefnagjafi? Hvað um að eiga alltaf vatn með sölvum í ísskápnum og fá sér glas á hverju síðdegi til að losa um tjáninguna, eða setja út í þeytinginn?
Auk joðs geyma söl talsvert af af járni, magnesíumi og kalki og innihalda þó nokkuð mikið af A-vítamíni á formi karótins. C-vítamín í ferskum sölvum er verulegt og sæmilega mikið er af ýmsum B-vítamínum eins og B1, B2 og B3. Best geymda leyndarmálið er þó líklega fjölsykrurnar í sölvum, sem taldar eru með merkilegustu efnasamböndum sem fyrirfinnast. Það er þess vegna sem sölvar eru nú sagðir súperfæða.

Vatnsmikið grænmeti og ávextir, allskyns sjávarfang og mikill frjósamur vökvi virkar best fyrir hálsstöðina. Það sem hjálpar okkur að tjá í flæði það sem við erum að hugsa og kemur inn á einlægni og heiðarleika.

Ef við nærum ekki hálsstöðina er hætt við því að við verðum einangruð og einmanna. Í hálsstöðinni býr sannleikurinn sem þarf að finna farveg. Sú sáraeinfalda mynd kom til annar systurinnar í hugleiðslu að ef við blöndum saman bláum og gulum verður útkoman græn. Þ.e. ef við nærum vel hálsstöð og sólarplexus styrkir það hjartastöðina enn frekar.

Hálsstöðin kemur inn á hin næmu skilningavit, eins og varir, tungu, nef, munn, eyru, raddbönd og háls. Hún tengist einnig skjaldkirtili og það er þess vegna sem sjávarfang ætti að koma við sögu, sem hefur að geyma gnægð af joði. Það er ekki bara að joð styrki skjaldkirtilinn heldur er sannleikurinn helsta næringarefni hans.

Bókin Íslensk ofurfæða
Bókin Íslensk ofurfæða