6 Ted fyrirlestrar sem við mælum með

Á veturna komum við Íslendingar hlutunum í verk. Við hellum okkur í verkefni vetrarins og rétt lítum upp til þess að borða steikina á aðfangadagskvöld (nú eða hnetusteikina). Vissulega er þetta gott og blessað en það að halda jafnvægi á milli vinnu og frítíma gerir tilveruna innihaldsríkari og okkur að hugmyndaríkari einstaklingum. Það hlýtur svo að leiða til þess að við verðum betri starfs- og námsmenn.

Við tókum saman sex frábæra TED fyrirlestra með góðum ráðum um afköst, konur á vinnumarkaði, svefn, úthald, hamingju og jafnvægi í lífi og starfi.

1. Why we have too few women leaders

One, sit at the table. Two, make your partner a real partner. And three, don’t leave before you leave.

Sheryl Sandberg höfundur bókarinnar Lean In og COO (Chief operating officer) hjá Facebook ræðir um konur á vinnumarkaði og gefur góð ráð.


2. Why Work Doesn’t Happen at Work

You cannot ask somebody to be creative in 15 minutes and really think about a problem.

Fyrirlestur um afköst á skrifstofunni. Frumkvöðullinn Jason Fried gefur góð ráð um hvernig best er að losa vinnustaðinn við truflanir til að auka afköst. 


3. The Happy Secret to Better Work

If happiness is on the other end of success, your brain never gets there.

Sálfræðingurinn Shawn Achor skoðar merkingu velgengni í þessum skemmtilega fyrirlestri um „hamingju forskotið“.


4. The Key to Success? Grit

Live your life like it’s a marathon, not a sprint.

Sálfræðingurinn Angela Lee Duckworth segir úthaldið sem einstaklingur hefur til að eltast við langtíma markmið og hæfileikinn til að sjá heildarmyndina, sama hversu erfitt ferðalagið er, sé leiðin til raunverulegs árangurs.


5. How to Make Work Life Balance Work

We have to be responsible for setting and enforcing the boundaries that we want in our lives.

Við eigum öll skyldur sem þarf að sinna fyrir og eftir vinnu. Nigel Marsh rithöfundur ræðir um forgangsröðun og hvernig við finnum gott jafnvægi milli vinnu og heimilislífs.


6. How to Succeed? Get More Sleep

This is a room full of Type-A women. This is a room full of sleep deprived women.

Þetta ráð er ekki nýtt á nálinni: Sofðu meira og þú kemur fleiru í verk. 


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.