8 hugleiðslu „öpp“

Árlega hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar er nú hafin þar sem boðið verður upp á marga fría hugleiðsluviðburði. Vonandi gefið þið ykkur tíma til að kíkja á sem flest og finna hugleiðslutækni sem ykkur líkar vel við og getið ímyndað ykkur að iðka reglulega. Til þess að halda okkur við hugleiðslu í og eftir vikuna, ákvað ég að uppfæra grein sem ég skrifaði fyrir Friðsæld í febrúar 2014 og skoða hvaða hugleiðslu snjallsímaforrit eða „öpp” eru í boði sem geta hjálpað okkur að muna eftir því að taka tíma fyrir hugleiðslu á hverjum degi.

1.Insight Timer

Þetta einfalda smáforrit gefur góðan stuðning við hugleiðsluiðkun hvers konar. Þar er að finna leiddar hugleiðslur frá reynslumiklum og þekktum kennurum. Appið inniheldur hugleiðslu skeiðklukku, 8 fallegar bjöllu upptökur, 600 fríar leiddar hugleiðslur frá kennurum eins og Töru Brach, Eckhart Tolle, Thich Nhat Hanh ofl.

Frítt

2. Calm

Þetta einfalda hugleiðslu”app” setur fram 7 skref í átt að ró og friði. Það inniheldur sjö leiddar hugleiðslur sem eru allar mislangar, allt frá 2 mínútum upp í 20. Einnig er hægt að velja um mismunandi hljóð og tónlist (ímyndaðu þér strönd, grænt engi eða rigningu). Tónlistin sem er eftir Kip Mazuy sem er stórt nafn í hugleiðsluheiminum.

Frítt fyrir iPhone og iPad.

3. Smiling Mind

Fullorðnir eru ekki þeir einu sem eru stressaðir. „Appið“ Smiling Mind eða brosandi hugur var búið til í Ástralíu og er hannað til að hjálpa ungu fólki á ýmsum aldri að afstressa sig og finna frið. Í því er að finna sérsniðnar hugleiðslur fyrir mismunandi aldurshópa sem eru allar leiddar með slakandi áströlskum tónum.

Frítt fyrir Android, iPhone og iPad

4. Simply Being

Þetta „app“ er frábært fyrir byrjendur. Það er einstaklega auðvelt í notkun og kennir helstu grundvallaratriðin í hugleiðslu í mislöngum upptökum. Veldu þitt hljóð, til dæmis; sjó, rigningu eða straum, sestu aftur og slakaðu á. Í appinu er einnig að finna fullt af góðum ráðum tengdum hugleiðslu.

Fæst fyrir Android og iPhone. Verð: 111 kr.

5. Headspace

Einn af stofnendum Headspace er Andy Puddicombe fyrrverandi búddískur munkur sem langaði til að gera hugleiðslu aðgengilega öllum. „appinu“ er að finna 10 mínútna hugleiðslur sem eru settar fram á afslappaðan átt, án hippalega orðaforðans. Hann segir einstaka brandara en er fyrst og fremst að bjóða upp á hugleiðslu án skrauts. Ólafur Stefánsson handboltakappi mælir með þessu forriti.

Frítt fyrir Android, iPhone og iPad

6. HappApp

HappApp er íslenskt smáforrit sem inniheldur einfaldar æfingar sem stuða að aukinni hamingju og andlegri vellíðan. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að æfingarnar virka! Hægt er að velja milli mismunandi prógrama en síðar verður hægt að setja saman sitt eigið prógram.

7. Ást og Friður

Appið Ást og Friður er einnig íslenskt smáforrit sem búið er til af myndlistarmanninum Tolla. Það býður upp á tvær tegundir af hugleiðsluæfingum sem eru núvitundar- og kærleikshugleiðsla. Í núvitundarhugleiðslu eru allir þættir núvitundar iðkaðir og í kærleikshugleiðslu er ræktað með okkur sjálfskærleik og kærleik til annara. Auk hugleiðsluæfinga býður Ást og friður upp á slökun í tónheimum Begga Morthens sem kallast Hugarró. Einnig er að finna staðhæfingar og ljóðmælgi fyrir hvern dag notendum til upplyftingar, gagns og gamans.

FRÍTT fyrir android og Iphone

8. Walking Meditations

Ertu allan daginn föst/fastur við skrifborðið? Þetta er appið fyrir upptekið fólk sem vill hugleiða þegar það kemur því að. Það er val á milli þriggja stuttra laga, hvert með sína áherslu. Tilvalið til þess að fá smá nútvitund inn í hádegishléið þitt.

Fæst fyrir iPhone, iPad and Android. Verð: 69 kr.


 

Hægt er að fá flest þessi forrit í netverslun Apple eða á Google Play 

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir