Talið er að árlega megi rekja 60 ótímabær dauðsföll á Íslandi til loftmengunar. Í þessum fyrirlestri mun Sólveig útskýra hvaðan mengunin kemur, hvers vegna það er mikilvægt að draga úr loftmengunarefnum og hvernig við getum saman unnið að betri loftgæðum. Bæði útfrá umhverfissjónarmiðum og ekki síst til að stuðla að heilbrigðara umhverfi fyrir okkur sem búum í borgum og bæjum.