Hadda Björk Gísladóttir er meðlimur í kvennaklúbbi sem kallar sig Saumasysturnar. Þær eru ellefu manna hópur, sem byrjuðu með klúbbinn þegar þær voru 15 ára gamlar. Í hverjum mánuði yfir vetrartímann hittast þær og hafa gaman. Stundum sauma þær eða prjóna en í allri hreinskilni sagt þá er megintilgangur fundanna sá að borða góðan mat og njóta félagsskapar hver annarrar. Þessi skyrkaka er dísæt, einföld og hefur verið gerð í ófá skipti.