Í Hrífunesi Guesthouse, sem staðsett er milli Vík og Kirkjubæjarklausturs, blasir landslagið við allt um kring enda fullkominn áningarstaður fyrir ferðamenn sem vilja skoða og upplifa náttúru landsins. Haukur og Hadda, eins og þau eru kölluð, hafa gert upp og rekið gistiheimilið síðan 2010 og hefur mikil uppbygging átt sér stað síðan. En þau bjóða ekki einungis upp á gistingu heldur ljósmyndaferðir, þar sem Haukur fer með ferðamenn um nágrennið í þeim tilgangi að fanga fegurðina. Maturinn sem Hadda hefur veg og vanda að má svo kalla sanna matarupplifun, sem gestir þeirra hafa mært í hástert, og er ómissandi partur af dvölinni í Hrífunesi. Þau tóku sig saman ekki alls fyrir löngu og gerðu skemmtilega matreiðslu- og ljósmyndabók, sem segir sögu þeirra, staðarins og nágrennis á einstaklega fallegan og girnilegan hátt.