Þú getur notað hvaða bleika fisk sem er, lax, sjóbirting eða bleikju, í þessari gómsætu uppskrift sem Ingibjörg, vinkona, eldar stundum hér í gistihúsinu. Hrífunes er staðsett nálægt einni bestu uppsprettunni fyrir bleikjuveiði og nýtum við okkur það óspart. Við erum líka mjög heppin að geta keypt ferskan sjóbirting frá bónda, sem býr í næsta nágrenni.
Laxinn er settur í eldfast mót. Blandið saman öllum hráefnunum og setjið yfir fiskinn.
Eldað í ofni við 180° C eða í álbakka á grilli, í 15-20 mínútur.
Ferska kóríanderinu og/eða þunnt skorna vorlauknum er stráð yfir fiskinn.
Borið fram með kúskús eða hrísgrjónum.