Ferskt og fljótlegt thai salat

Ásta Karen heldur úti matarblogginu Vegan Ásta þar sem hún leyfir lesendum að fylgjast með því sem hún töfrar fram í eldhúsinu. Hér deilir hún með okkur girnilegri uppskrift af fersku og fljótlegu salati með sjúklega góðri og einfaldri hnetusósu. Ef þið eruð með hnetu ofnæmi þá er hægt að nota kasjúhnetur í stað hneta (ef þið þolið þær).

Hráefni
4-5 gulrætur
1/2 agúrka
1 rauð paprika
4-5 vorlauks stönglar
1 bolli sirka rauðkál
1 bolli quinoa
Handfylli af hnetum
Lime til að kreista yfir

Hnetu sósan
1/4 bolli hnetusmjör
2-3 cm engiferrót, rifin niður
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 msk hlynssíróp
1 lime, safinn
2 tsk tamari/soja sósa
1/4 bolli kókosmjólk úr dós (bara þykki hlutinn)
Skvetta af heitu vatni til að þynn

Aðferð
Sjóðið quinoa og leyfið því að kólna aðeins (annars er líka alveg gott að hafa það heitt í salatinu ef þið viljið) Skerið allt grænmetið með ostaskera eða mandólín ef þið eigið svoleiðis og setjið saman í skál, fyrir utan rauðkálið skerið það bara í litla bita venjulega. Blandið sósuhráefnunum saman í sér skál og hellið svo yfir og blandið vel saman við salatið. Bætið quinoa útí og hrærið. Gott að kreista lime safa yfir og hafa kóríander með.

Ég vona að þið njótið.

 

Tögg úr greininni
, , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.