Basísk vika

Í síðustu viku birtum við frábæra grein á vefnum (sem birtist fyrst í tímaritinu) um föstur, safakúra og alls kyns hreinsanir þar sem við leituðum til sérfræðinga eins og Kollu grasa og fleiri. Þegar greinin var skrifuð langaði okkur líka að fá að heyra í fleirum sem gerðu hreinsanir reglulega og heyra hvenær þær væru gerðar og hvernig farið væri að. Við byrjum á að birta viðtal við Maríu Kjartansdóttir listakonu sem hefur gert hreinsanir reglulega í nokkur ár og segist finna mikinn mun á sér.

María Kjartansdóttir, myndlistarkona.

HVENÆR?

Ég reyni að fara í tvo hreinsikúra á ári, í viku í senn; vorhreingerningu og hausthreingerningu, sem ég fer oftast í með manninum mínum.

HVERNIG?

Ég fer yfirleitt á basískan kúr þar sem maður er víst alltof súr svona yfirleitt. Þá borða ég eingöngu basískan mat og grænt grænmeti er þá í aðalhlutverki.

Ég byrja daginn með glasi af vatni með sítrónu úti í og svo fæ ég mér stóran disk af salati, avókadó, spínati, tómötum, rauðlauk, möndlum, rauðrófum og basískum fræjum. Næst geri ég safa úr engiferi, selleríi og gúrku en ég passa mig á að hafa þetta fjölbreytt og ekki alveg eins á hverjum degi til þess að maður fái ekki strax leiða á þessu. Í hádeginu fæ ég mér brokkólí sem ég dýfi í heimatilbúinn hummus. Á kvöldin fæ ég mér svo ofnbakað grænmeti, sem mér finnst æðislegt eftir allt hráfæðið yfir daginn, og það set ég yfir stóran salatbeð. Stundum gerum við basíska súpu úr grænum baunum og mintu eða öðru basísku grænmeti í kvöldmat.

Aðalatriðið á basíska kúrnum er svo græna duftið, hveitigras eða Barley-gras duft, stundum blanda af þessu tvennu, sem ég blanda út í vatn og drekk um þrjá lítra af því á dag.

AF HVERJU?

Ég fasta ekki en ég fer í þessa kúra til að hreinsa mig. Þegar maður er búinn að gera þetta einu sinni og finna muninn á sér, verður ekki aftur snúið. Orkan eykst svakalega og svo líður manni betur og lítur líka betur út á eftir.

EINHVER GÓÐ RÁÐ?

Já, ég mæli með því að byrja rólega, ekki hætta öllu heldur frekar byrja á hveitigrasinu út í vatn og sötra yfir daginn og bæta svo hollum og góðum mat við venjulega mataræðið. Þannig dettur súra fæðið smám saman út. Einnig að fara í svona hreinsikúr með einhverjum, maka eða vini, það er mun skemmtilegra og meiri líkur á að maður haldi út vikuna.

forsíða Í boði náttúrunnar sumar 2014

GREININ BIRTIST Í SUMARBLAÐI í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 2013– FÁÐU ÞÉR EINTAK Á AÐEINS 850 KR: HÉR

Aðrar greinar í tölublaðinu:

Sólarvarnir: góðar eða slæmar?
Heimsókn í 3 falleg gróðurhús
Skreytt með villtri náttúru
Óvenjulegt Brúðkaup
Vistmenning (permaculture)
Te menning, hvernig hellirðu upp á hinn fullkomna bolla
Hjólhesturinn – gerir upp gömul hjól

O.fl ofl.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.