UPPSKRIFTIR MEÐ MYNTU
Hér eru nokkrar ólíkar uppskriftir sem gefa hugmynd um hvernig hægt er að nýta myntuna í mat og drykki.
Jómfrúar Mojoito
½ lime
1 msk sykur eða hrásykur
4 myntublöð (piparminta)
¼ lítri sódavatn
Setjið lime bátana í stórt glas ásamt sykrinum og pressið allan safn úr með pinna eða skeið. Hrærið vel í þar til að sykurinn er uppleystur í safanum. Bætið svo myntunni við og pressið hana aðeins. Hellið svo sódavatninu yfir.
Jógurtsósan Tzatziki
250 gr. grísk jógúrt eða skyr
1 búnt grænmynta eða 20–40 laufblöð
¼ gúrka
2–3 hvítlauksrif
Salt og pipar eftir smekk
Saxið myntuna smátt, rifið gúrku og hvítlauksrif niður. Hrærið öllu saman
Gulrætur með myntu
– Meðlæti á grillið
10 gulrætur hreinsaðar og skornar í jafnstóra bita
1 msk smjör
1 tsk eplaedik
1 búnt mynta (basilmynta, hrokkinmynta, grænmynta), söxuð gróft
Salt og pipar
Allt sett inn í álpappírs böggull og grillað í 10–15 mín. Snúið einu sinni
1 athugasemd