Breska heilsuupprisan: meltingin

Sú var tíðin að Bretar þóttu afleitir kokkar. Það hefur mikið breyst. Margir vilja þakka þá byltingu, hugmyndaríki og elju Jamie Oliver (sem sló rækilega í gegn fyrir nærri 20 árum) að Bretar hafa tekið stórstígum framförum í hráefnisvali og matargerð. Nú fer jafnvel það orð af Bretum að þeir séu leiðandi í góðri heilsumatreiðslu. Sá heilsukokkur sem þykir fremstur meðal jafningja í Bretlandi um þessar mundir heitir Dale Pinnock. En auk þess að vera frábær heilsukokkur er hann vel menntaður næringarfræðingur. Honum er talið m.a. til tekna að hafa ekki síður náð til karlmanna en kvenna.

Láttu matinn vera meðalið þitt og meðalið vera matinn þinn!

Dale Pinnock hefur haldið úti vinsælum matreiðsluþáttum og er margrómaður heilsubókahöfundur. Hann hefur það að auki fram að færa að geta sett fæðuna í næringarlegt samhengi, m.a. með þeim hætti að sýna okkur hvernig matur virkar fyrir hvaða líkamskerfi. Hann veit hvað matur getur verið kröftugt lækningatæki, ef við vitum hvað við erum með í höndunum. Og að góð og vel valin óunnin fæða getur í raun gjörbreytt lífi fólks til hins betra.

Þótt Pinnock sé vísindalega menntaður á vestrænan mælikvaðra er hann líka mikill áhugamaður um Auyrverda (indversku lífsvísindin) og kínversku alþýðulæknisfræðina. Þangað veit hann að mikla visku er að sækja og byggir sitt um margt á þeim reynsluvísindagrunni.

Að borða með augunum
Dale Pinnock segir að maturinn sem við borðum hafi áhrif á hverja einustu frumu líkamans, alla vefi og í raun hvert einasta smáatriði í okkar flókna líkamskerfi. Hann sýnir einnig fram á að það geti verið virkilega gaman að borða holla fæðu og að maður eigi ekki síður að borða matinn með augunum en munninum. Bara það að setja t.d. teskeið af grænu tei út í hafrakökur gerir þær margfalt næringarríkari og áhugaverðari.

Það sem við erum flest að hugsa um meltinguna um þessar mundir og viljum mögulega hreinsa til fyrir sumarið ætlum við aðeins að rýna í hugmyndir Dale Pinnock um meltinguna. Kannski ekkert nýtt undir sólinni en góður fróðleikur frá manni sem veit hvað hann syngur:

Vindverkir

Eru afar algengir en einstaklingsbundin reynsla. Margir kvarta um það að það finni sífellt fyrir seddu eða að það sé með þenslu í kviðarholi. Þetta kemur til vegna loftmyndunnar af völdum óvinveittra baktería í meltingarveginum.

Þetta gerist þegar bakteríurnar byrja að gerja ákveðin efni í matnum okkar. Ólíkur matur getur haft þessi áhrif á mismunandi einstaklinga. En langoftast er um að kenna sykrinum; ávaxtasykri og sterkju. Margar tegundir sykurs eru fæða fyrir slæmu bakteríurnar og geta valdið vindverkjum og harðlífi.

– Lækningajurtir sem draga úr loftmyndun.

Margar fæðutegundur draga úr uppþembu og loftmyndun. Þetta eru jurtir sem eru beiskar (og sú vitneskja kemur úr margra alda gömlu fræðunm). Beiskar jurtir sem brjóta sig í gegnum loftið og létta á meltingunni eru meðal annars piparmynta, fennel, kúmín, anisfræ og basil. Gott er að neyta þessara jurta sér eða í mat.

– Smyrðu meltinguna með vatni

Því lengur sem maturinn staldrar við í meltingarveginn þeim mun meiri líkur eru á því að gerjun fæðunnar hefjist. Regla á meltingunni er grundvallaratriði. Eitt af því sem hjálpar til er vantsdrykkja. Sex til átta glös af vatni á dag er það sem mælt er með, og svosem engin ný vísindi þar á ferð.

– Hvettu góðu bakteríurnar?

Vinalegu bakteríurnar í meltingarveginum koma reglu á nánast alla þætti meltingarinnar, allt frá því a brjóta niður matinn, vinna úr næringunni og jafnvel til þess að styrkja og endurbyggja vefina í meltingarveginum. Jafnvel minnsta ójafnvægi í bakeríuflórunni getur valdið óþægindum. Þannig geta óvinveittu meltingargerlarnir tekið yfirhöndina og valdið uppþembu og harðlífi. Margt fólk hefur uppgötvað þetta hárfína jafnvægi og bætt við sig fæðu sem nærir góðgerlanna. Einnig vitum við mörg að vel unnin lífræn jógúrt með háu góðgerla innihaldi hjálpi til en það er fleira sem gerir gott í þeim málum og þá má nefna; allskyns lauka, nípu, sætar kartöflur, að ógleymdum góðum probiotics meltingargerlum í formi bætiefnis, sem eru ómissandi að okkar mati.

Harðlífi

Er eitt helsta vandamál Vesturlandabúa, sem getur verið allt frá því að vera smávægilegt upp í að vera krónískt vandamál. Að baki þessum sannindum er staðreyndin um of lítið trefjainnihald í matnum og of litla vökvainntöku. Því meinið er líka að ef fólk borðar mikið af trefjum og lítið af vökva viðhelst vandamálið. Annað er að allskyns lyf og streita geta líka valdið harðlífi.

– Trefjar

Lykilatriðið hér er að skipta út mikið unnri fæðu fyrir hreina og forðast einföld kolvetni eins og hvítt brauð, hvít hrísgrjón og pasta. Í staðinn að borða heila ávexti, grænmeti, hnetur, fræ og heilkorn.

– Vökvi

Og enn og aftur, það er ekkert vit í að borða mikið af trefjum ef enginn vökvi er drukkinn með. Þá stíflast allt.

– Frábærar trefjauppsprettur:

Epli eru uppfull af uppleysanlegum trefjum sem kallast pektín sem mýkja hægðirnar.

Ferskir ávextir og grænmeti geyma mikið af gæðatrefjum, svo ekki sé minnst á alla næringuna.

Baunir og belgjurtir eru frábær uppspretta trefja.

Brún hrísgrjón og hafrar eru trefjarík en hafa lágan kolvetna og sykurstuðul (GI).

Döðlur innihalda mikið beta glúcan, sem halda meltingunni á hreyfingu.

 

Dale Pinnock Metsölubækur Dale Pinnock sem fást í Systrasamlaginu og geyma mikinn fróðleik, frábærar uppskriftir og fallegar myndir eru: The Medicinal Chef – Eat Your Way to Better Health og svo sú sem var að koma út í byrun árs: Healthy Every Day.

 

Hafrakökur með döðlum og matca tei – uppskrift!

Hér er ein góð uppskrift úr Healthy Every Day sem við systur mælum hiklaust með: Hafrakökur með döðlum og matca tei.

Þessar hafrakökur eru góðar fyrir efnaskipti líkamans, meltinguna og eru sérlega andoxunarríkar. Ekta millibiti:

18 bitar

2 msk kókósolía

2 msk gojiber

120 g steinlausar döðlur

1 kúfuð matskeið matca te

300 gr hafrar (auðvitað lífrænir og það má líka fá þá glútenlausa).

Bræðið kókosolíuna í potti yfir lágum hita. Setjið olíuna, gojiberin og döðlurnar í matvinnsluvél og blandið í mauk. Bætið við matca teinu í blönduna og blandið vel saman. Breiðið úr á deiginu á ca 25 sm bökunarplötu og pressið vel niður. Kælið vel og skerið niður í 18 tígullaga bita:

Aðeins meira um næringuna í hafrakökunum…

Grænt te er eins og við flest vitum uppfullt af góðri ofurnæringu, geymir ríkulegt magn jurtanæringar og örvar líka fitubrennsluna í sumum tilfellum þar sem það ýtir undir að líkaminn noti fitu sem orku í stað þess að safna henni upp. Og svo inniheldur hún auðvitað mikið af magnesíum og allskyns vítamínum. Og líkt og kemur fram ofar í greininni innihalda döðlur beta-glúcan sem halda meltingunni á hreyfingu.

Þess má geta að Gegn flensu súpan fræga (Famous Flu Fighter Soup) sem við bjóðum reglulega upp á sem miðvikudagssúpu (og stundum fimmtudagssúpu) Systrasamlagsins er að finna í bók hans The Medicinal Chef.
Í þessarri viku bjóðum við svo upp
á Törfrasveppasúpuna úr Healthy Every Day. Hún er frábær fyrir ónæmiskerfið, styrkir bein, lækkar slæma kósterólið. Og það er ekkert ólöglegt við hana.


PS: Við munum alveg örugglega deila með ykkur visku Dale Pinnock úr enn einni bók hans; Clear Skin Cookbook fyrir vorið. Því öll viljum við jú líta þokkalega út í sumar!

Tögg úr greininni
, , , ,