Hiti
Þegar við fáum hita þá er líkaminn að vinna á sýkingu hvort sem það er af völdum veirusýkingar eða bakteríu. Mikilvægt er að hann fái að klára það verkefni enda talið að við verðum heilbrigðari og með sterkara ónæmiskerfi á eftir. Þegar hitinn er komin í 38 gráður geta vírusar ekki fjölgað sér þannig að ef við lækkum hitann með þar til gerðum meðulum þá er hætta á því að við drögum veikindin á langinn. Það hjálpar að borða lítið og helst fljótandi fæðu ásamt því að drekka volga drykki. Mikilvægt er að sofa vel og mikið og ekki hylja húðina því út um hana fer mesti hitinn. Ef hitinn fer yfir 40 gráður þá þarf að fylgjast vel með sjúklingnum (vegna hitakrampa) og fara til læknis ef eldhúsapótekið virkar ekki.
SÍTRÓNA: Kaldir fætur gefa oft til kynna að hitinn sé að hækka. Mikilvægt er að draga hitann frá höfðinu og niður í fæturna. Kreistið hálfa sítrónu ofan í c.a. ½ lítra af heitu vatni. Dýfið bómullarsokkum ofan í og vindið. Farið í sokkana og ullarsokka yfir til að halda hita á fótunum. Sokkarnir virka sérstaklega vel fyrir börn en fullornir geta einnig farið í fótabað með sítrónu í staðinn.
EGGJAHVÍTA: Rennbleytið tvo vasaklúta (þvottapoka eða eldhúspappír) í eggjahvítu og leggið við iljarnar, farið í sokka eða vefjið með plasti til að halda rakanum sem lengst. Þegar eggjahvítan fer að storkna takið þá af og endurtakið þangað til hitinn fer að lækka.
EPLAEDIK: Látið renna í ilvolgt bað rétt til að hylja líkamann. Setjið 1 bolla af eplaediki útí og farið í stutt bað. Þetta á að hjálpa líkamanum að lækka hitann. Einnig er hægt að bleyta klúta uppúr volgri edikvatsblöndu og leggja á maga og enni.
KALT VATN: Bleytið stórt handklæði í köldu vatni og vefjið utan um ykkur (eða barnið), þar utanum er sett lak og að lokum teppi. Eftir c.a. 20 mínútur á líkaminn að ná jafnvægi á hitanum.
VOLGT VATN: Mikilvægt að drekka vel af volgu vatni (kalt vatn hækkar hita) einnig er kamillute gott og róandi.
2 athugasemdir